Innlent

86 milljónir í hrefnuveiðarnar

Kostnaður við vísindaveiðar á hrefnu á árunum 2003 og 2004 nam rúmum 86 milljónum króna. Þetta kom fram í svari sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag í kjölfar fyrirspurnar Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Ráðherrann sagði að ekki lægi enn fyrir hver kostnaðurinn yrði á þessu ári og því næsta þar sem samningum við Félag hrefnuveiðimanna væri ekki lokið og að ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um hvernig veiðunum verði háttað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×