Sport

Venus vann Serena

Venus Williams hafði betur gegn systur sinni, Serena, í fjórðungsúrslitum opna Nasdaq-100-mótsins í gær. Venus vann 6-1 og 7-6 og mætir Maria Sharapova í undanúrslitum. Serena hafði ekki beðið lægri hlut fyrir systur sinni í síðustu sex viðureignum þeirra. "Það var ekkert sem ég gat gert í fyrstu lotu en ég hafði fullt af möguleikum í þeirri annarri. Ég gerði mistök á slæmum tímapunktum," sagði Serena, vonsvikin eftir viðureignina. "Ég var ánægð að það var Williams varð sigurvegari, það hefði alveg mátt vera ég samt," bætti Serena við. "Við höfum marga heildina háð og þetta var ein af bestu viðureignum okkar," sagði Venus sem var sérstaklega ánægð með fyrstu lotuna hjá sér. "Í seinni lotunni fór ýmislegt úrskeiðis en það reyndist vera í lagi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×