Erlent

Öflug sprengja í pósthúsi í Aþenu

Lögrelumenn að störfum á vettvangi í morgun.
Lögrelumenn að störfum á vettvangi í morgun. MYND/AP

Öflug sprengja varð í pósthúsi í miðborg Aþenu í Grikklandi í morgun. Töluverðar skemmdir urðu á byggingunni og gler úr rúðum dreifðist yfir stórt svæði. Ekki liggur enn fyrir hvort fólk hafi slasast í sprengingunni. Flest bendir til að um hryðjuverk hafi verið að ræða, enda barst nafnlaus viðvörun til dagblaðs í Grikklandi um hálftíma áður en sprengjan sprakk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×