Fleiri minnisvarða! Guðmundur Gunnarsson skrifar 12. desember 2005 17:28 Sæll Egill Það kom fram hjá þér fyrir nokkru í skemmtilegum pistli, að það væru svo fáar myndastyttur í Reykjavík. Ég hef verið að ráfa um götur hinnar exótísku Buenos Aires undanfarna daga. Þá áttaði ég mig á að ástæðan fyrir þessu er að við eigum enga minnisvarða. Í BA eru mörg stór og víðáttumikil torg og garðar þar sem eru stórir og miklir minnisvarðar um merka viðburði í sögu landsins. Íslenskir stjórnmálamenn hafa alltaf verið svo heimóttarlegir, að þeim hefur einungis komið í hug að setja upp styttur af sjálfum sér. Það er nefnilega svo, eins og við vitum öll, að þá eru minnisverðir áfangar ætíð tilkomnir þegar almúginn nær einhverju fram eftir langvinna baráttu við ríkjandi stjórnvöld. Kosningaréttur fyrir aðra en sérútvalda, Hjúalögin, Vökulögin, kosningaréttur kvenna og þannig mætti lengi telja. Vitanlega eigum við að reisa minnisvarða. T.d. mætti taka nokkra lágreista bárujárnskofa á svæðinu milli Laugavegs og Grettisgötu og búa þar til stórt torg og setja þar upp mikinn minnisvarða um vökulögin. Þarna væri úrvinda sjómaður brosandi sæll í hvílu sinni og nyti svalandi úða frá fallegum gosbrunnum. Einnig mætti rýma svæðið milli MR og Miðbæjarskólans og setja þar upp minnisvarða um þegar vinnuhjú fengu frelsi í byrjun síðustu aldar. Hið stærsta gæti svo verið í Vatnsmýrinni fyrir framan Háskólann, þar sem þess væri minnst á veglegan hátt þegar íslenskur almúgi svínlagði stjórnvöld nýverið. Þegar þau vildu banna blöð sem skrifuðu um þau eins og ekki átti að gera að þeirra mati. "Þetta verður að stöðva"; hrópuðu ráðherrar úr ræðustól Alþingis og veifuðu umræddum blöðum úr ræðustól Alþingis. "Þau urðu næstum til þess að við töpuðum síðustu kosningum," var endurtekið viðkvæði ráðherra og stjórnarþingmanna. Hér gæti maður séð fyrir sér minnisvarða þar sem almúginn nær frumvarpinu úr höndum ráðherra og fótum treður þau. Allt í kring væru gosbrunnar og þar að auki fjöldi kaffihúsa þar sem hægt væri að fá margskonar kruðerí á vinalegu verði. Svo ég sé nú ábyrgur þá ætla ég einnig að benda á leið til þess að fjármagna þetta, það mætti renna í gegnum Alþingi lög um afnám ofureftirlaunaréttar og skattfríðinda fráðherra og annarra útvalinna. Með því sparaðist um 600 millj. kr. (ekki í mesta lagi 6 eins haldið var fram þegar frumvarpið var kynnt). Buenos Aires Kærar kveðjur,Guðmundur Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sæll Egill Það kom fram hjá þér fyrir nokkru í skemmtilegum pistli, að það væru svo fáar myndastyttur í Reykjavík. Ég hef verið að ráfa um götur hinnar exótísku Buenos Aires undanfarna daga. Þá áttaði ég mig á að ástæðan fyrir þessu er að við eigum enga minnisvarða. Í BA eru mörg stór og víðáttumikil torg og garðar þar sem eru stórir og miklir minnisvarðar um merka viðburði í sögu landsins. Íslenskir stjórnmálamenn hafa alltaf verið svo heimóttarlegir, að þeim hefur einungis komið í hug að setja upp styttur af sjálfum sér. Það er nefnilega svo, eins og við vitum öll, að þá eru minnisverðir áfangar ætíð tilkomnir þegar almúginn nær einhverju fram eftir langvinna baráttu við ríkjandi stjórnvöld. Kosningaréttur fyrir aðra en sérútvalda, Hjúalögin, Vökulögin, kosningaréttur kvenna og þannig mætti lengi telja. Vitanlega eigum við að reisa minnisvarða. T.d. mætti taka nokkra lágreista bárujárnskofa á svæðinu milli Laugavegs og Grettisgötu og búa þar til stórt torg og setja þar upp mikinn minnisvarða um vökulögin. Þarna væri úrvinda sjómaður brosandi sæll í hvílu sinni og nyti svalandi úða frá fallegum gosbrunnum. Einnig mætti rýma svæðið milli MR og Miðbæjarskólans og setja þar upp minnisvarða um þegar vinnuhjú fengu frelsi í byrjun síðustu aldar. Hið stærsta gæti svo verið í Vatnsmýrinni fyrir framan Háskólann, þar sem þess væri minnst á veglegan hátt þegar íslenskur almúgi svínlagði stjórnvöld nýverið. Þegar þau vildu banna blöð sem skrifuðu um þau eins og ekki átti að gera að þeirra mati. "Þetta verður að stöðva"; hrópuðu ráðherrar úr ræðustól Alþingis og veifuðu umræddum blöðum úr ræðustól Alþingis. "Þau urðu næstum til þess að við töpuðum síðustu kosningum," var endurtekið viðkvæði ráðherra og stjórnarþingmanna. Hér gæti maður séð fyrir sér minnisvarða þar sem almúginn nær frumvarpinu úr höndum ráðherra og fótum treður þau. Allt í kring væru gosbrunnar og þar að auki fjöldi kaffihúsa þar sem hægt væri að fá margskonar kruðerí á vinalegu verði. Svo ég sé nú ábyrgur þá ætla ég einnig að benda á leið til þess að fjármagna þetta, það mætti renna í gegnum Alþingi lög um afnám ofureftirlaunaréttar og skattfríðinda fráðherra og annarra útvalinna. Með því sparaðist um 600 millj. kr. (ekki í mesta lagi 6 eins haldið var fram þegar frumvarpið var kynnt). Buenos Aires Kærar kveðjur,Guðmundur Gunnarsson
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar