Erlent

Elsta manneskja í heimi 116 ára

Elsta manneskja í heimi er Ekvadori. Það er Maria Esther Capovilla en hún er fædd 14. september árið 1889 og er því 116 ára og tæpum þremur mánuðum betur. Heimsmetabók Guinnes hefur staðfest að hún sé elst jarðarbúa eftir að hafa fengið fæðingar- og giftingarvottorð hennar. Capovilla er ótrúlega ern, sér vel, fylgist með fjölmiðlum og gengur án stafs. Spurð um þær breytingar sem orðið hafa á lífi manna á ævi hennar segir Capovilla að henni finnist sú breyting verst að eðlilegt þyki nú að konur eltist við menn. Capovilla hefur verið ekkja í rúma hálfa öld en býr nú hjá syni sínum og tengdadóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×