Verða af töluverðum tekjum 10. febrúar 2005 00:01 Stór hluti árstekna þeirra starfsmanna sem vinna í fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík verður til á loðnuvertíðinni sem stendur nú sem hæst. Bæjarstjórinn segir brunann í gær mikið áfall fyrir bæjarfélagið sem verði af töluverðum tekjum. Hann hefur þó trú á að verksmiðjan verði byggð upp að nýju þar sem hluti af tækjum skemmdist ekki. „Við erum að byrja að ná áttum," segir Óskar Ævarsson verksmiðjustjóri sem í morgun fundaði með starfsmönnum Fiskimjöls og lýsis, verksmiðju Samherja í Grindavík. Mikið tjón varð þar af völdum elds í gær, en talið er að sjálfsíkveikja hafi orðið í mjöli sem verið var að þurrka. Rannsókn á upptökum eldsins hófst í birtingu. Verksmiðjan hefur verið endurnýjuð með miklum tilkostnaði undanfarin ár og sluppu allar nýbyggingarnar að sögn Óskars. Eldurinn takmarkaðist við eitt brunahólf þar sem hluti af framleiðslutækjunum var. Ljóst er að ekki verður um frekari loðnubræðslu þennan veturinn. Segja má að bruninn hafi komið á versta mögulega tíma því fram undan er annamesti tími ársins hjá verksmiðjunni. Loðnan er farin að ganga vestur með suðurströndinni þannig að hagkvæmt er fyrir skipin að landa í Grindavík til bræðslu. Óskar segir að eitthvað af loðnunni sem veiðist á svæðinu verði brætt í bræðslunni í Helguvík og það geti verið að einhverjir starfsmenn verksmiðjunnar í Grindavík fái starf þar. Fimmtán starfsmenn eru í föstu starfi hjá Fiskimjöli og lýsi í Grindavík og fimm með tímabundna ráðningu vegna vertíðarinnar. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið, það er að segja hvort byggt verði upp að nýju á sama stað en þessi mál verða öll skoðuð vel í dag og næstu daga. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra fundaði með eigendum Samherja í Grindavík í morgun og það sama ætlar bæjarstjórinn Ólafur Örn Ólafsson að gera síðar í dag. Bæjarstjórinn segir áfallið mikið því þarna starfi um 15-20 manns og fyritækinu fylgi miklar tekjur fyrir hafnarsjóð. Skaðinn sé því mikill fyrir bæði eigendur og Grindvíkinga. Aðspurður hvort hann telji að verksmiðjan verði byggð upp aftur segir Ólafur að hann hafi kannað aðstæður í morgun og þá hafi verksmiðjustjórinn tjáð honum að tæki væru ekki eins illa farin og útlit hefði verið fyrir í gærkvöld. Hann bindi því vonir við að byggt verði aftur upp og fyrirtækið verði klárt fyrir næstu vertíð. Ólafur segir atvinnuástand þó almennt gott í bænum, sjávarútveginn hafa gengið vel og atvinnuleysi lítið. 1250 tonnum af mjöli sem búið var að þurrka áður en eldurinn kom upp verður skipað út í dag og sent til Frakklands og þá urðu lýsistankar ekki fyrir neinum skemmdum að sögn verksmiðjustjórans. Fiskimjölsverksmiðjan var tryggð hjá Tryggingamiðstöðinni og eru verið að leggja mat á tjónið þessa stundina. Forstjóri tryggingafélagsins vildi ekki gefa upp tryggingarfjárhæðina í samtali við fréttastofu en í Morgunblaðinu í morgun segir að hún sé 1,8 milljarðar króna. Það er ekki alveg rétt segir forstjórinn. Hvað sem tryggingum líður mun bruninn koma til með að hafa neikvæð áhrif á rekstur Samherja, allar uppsjávarveiðar og hrognavinnslu og þar með reksturinn á fyrsta ársfjórðungi. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum félagsins segir að ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hversu mikil áhrifin verði en unnið sé að því að draga úr þeim með því að tryggja hrognavinnslu félagsins í Grindavík. Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Stór hluti árstekna þeirra starfsmanna sem vinna í fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík verður til á loðnuvertíðinni sem stendur nú sem hæst. Bæjarstjórinn segir brunann í gær mikið áfall fyrir bæjarfélagið sem verði af töluverðum tekjum. Hann hefur þó trú á að verksmiðjan verði byggð upp að nýju þar sem hluti af tækjum skemmdist ekki. „Við erum að byrja að ná áttum," segir Óskar Ævarsson verksmiðjustjóri sem í morgun fundaði með starfsmönnum Fiskimjöls og lýsis, verksmiðju Samherja í Grindavík. Mikið tjón varð þar af völdum elds í gær, en talið er að sjálfsíkveikja hafi orðið í mjöli sem verið var að þurrka. Rannsókn á upptökum eldsins hófst í birtingu. Verksmiðjan hefur verið endurnýjuð með miklum tilkostnaði undanfarin ár og sluppu allar nýbyggingarnar að sögn Óskars. Eldurinn takmarkaðist við eitt brunahólf þar sem hluti af framleiðslutækjunum var. Ljóst er að ekki verður um frekari loðnubræðslu þennan veturinn. Segja má að bruninn hafi komið á versta mögulega tíma því fram undan er annamesti tími ársins hjá verksmiðjunni. Loðnan er farin að ganga vestur með suðurströndinni þannig að hagkvæmt er fyrir skipin að landa í Grindavík til bræðslu. Óskar segir að eitthvað af loðnunni sem veiðist á svæðinu verði brætt í bræðslunni í Helguvík og það geti verið að einhverjir starfsmenn verksmiðjunnar í Grindavík fái starf þar. Fimmtán starfsmenn eru í föstu starfi hjá Fiskimjöli og lýsi í Grindavík og fimm með tímabundna ráðningu vegna vertíðarinnar. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið, það er að segja hvort byggt verði upp að nýju á sama stað en þessi mál verða öll skoðuð vel í dag og næstu daga. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra fundaði með eigendum Samherja í Grindavík í morgun og það sama ætlar bæjarstjórinn Ólafur Örn Ólafsson að gera síðar í dag. Bæjarstjórinn segir áfallið mikið því þarna starfi um 15-20 manns og fyritækinu fylgi miklar tekjur fyrir hafnarsjóð. Skaðinn sé því mikill fyrir bæði eigendur og Grindvíkinga. Aðspurður hvort hann telji að verksmiðjan verði byggð upp aftur segir Ólafur að hann hafi kannað aðstæður í morgun og þá hafi verksmiðjustjórinn tjáð honum að tæki væru ekki eins illa farin og útlit hefði verið fyrir í gærkvöld. Hann bindi því vonir við að byggt verði aftur upp og fyrirtækið verði klárt fyrir næstu vertíð. Ólafur segir atvinnuástand þó almennt gott í bænum, sjávarútveginn hafa gengið vel og atvinnuleysi lítið. 1250 tonnum af mjöli sem búið var að þurrka áður en eldurinn kom upp verður skipað út í dag og sent til Frakklands og þá urðu lýsistankar ekki fyrir neinum skemmdum að sögn verksmiðjustjórans. Fiskimjölsverksmiðjan var tryggð hjá Tryggingamiðstöðinni og eru verið að leggja mat á tjónið þessa stundina. Forstjóri tryggingafélagsins vildi ekki gefa upp tryggingarfjárhæðina í samtali við fréttastofu en í Morgunblaðinu í morgun segir að hún sé 1,8 milljarðar króna. Það er ekki alveg rétt segir forstjórinn. Hvað sem tryggingum líður mun bruninn koma til með að hafa neikvæð áhrif á rekstur Samherja, allar uppsjávarveiðar og hrognavinnslu og þar með reksturinn á fyrsta ársfjórðungi. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum félagsins segir að ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hversu mikil áhrifin verði en unnið sé að því að draga úr þeim með því að tryggja hrognavinnslu félagsins í Grindavík.
Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira