Innlent

Hefur verslað fyrir átta milljarða

Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hefur verslað við íslensk fyrirtæki fyrir ríflega átta milljarða króna frá upphafi framkvæmdanna við Kárahnjúka til síðustu áramóta. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að íslensk fyrirtæki hafi ekki farið varhluta af starfsemi Impregilo hér á landi því fyrir utan greiðslur fyrir vörur og þjónustu bætast við laun starfsmanna, launatengdur kostnaður og skattar. Hæstu greiðslur Impregilo hafa runnið til verktakafyrirtækisins Arnarfells, eða rúmlega 1,7 milljarður króna, og næst kemur BM Vallá sem selt hefur vörur fyrir um 800 milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×