Innlent

Tíu tíma bið á Kastrup

Tíu manns þurftu að bíða í tíu tíma á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í gær vegna bilunar í vél Iceland Express. Um 100 manns áttu pantað flug með vélinni klukkan 12:15 að staðartíma en 90 fengu far með vél Icelandair sem fór rétt fyrir tvö, að sögn Sigurðar Karlssonar hjá Iceland Express. Sigurður segir þá tíu sem eftir urðu í Kaupmannahöfn hafa boðið sig fram og hafi þeir fengið mat og drykk á meðan þeir biðu. Þeir fóru síðan með kvöldflugi Icelandair um kvöldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×