Innlent

Búnaður vari við leka

Væntanleg er reglugerð frá samgönguráðuneytinu um búnað til að vara við leka í fiskiskipum, að því er fram kemur á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. Reglugerðin á að miða að því að draga úr hættu á að fiskiskip sökkvi vegna óvænts leka, en sjóslysum af þeim ástæðum er sagt hafa farið fjölgandi undanfarin misseri. Reglugerðin er í samræmi við tillögur LÍÚ og gerir ráð fyrir að í skipum sem eru 15 metrar eða lengri verði settur upp viðvörunarbúnaður í lest og vélarrúmi sem gerir viðvart í brú ef sjór flæðir inn í þessi rými.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×