Mistök í veiðistjórn á Íslandi 10. janúar 2005 00:01 Út frá töflu sem birtist í umfjöllun um kvótamál í Fréttablaðinu nýlega má reikna að á 22 árum kvótakerfisins hafi 35% eftirlifandi þorskstofns verið drepin árlega að jafnaði, líka eftir að ákveðið var 1995 að þetta aflamark skyldi vera 25%. Með 35% veiði verða aðeins um 12% af árganginum eftir þegar hann er orðinn 9 ára, ef veiðin byrjar við fjögurra ára aldur. Til viðbótar veiðunum kemur svo dauði af öðrum orsökum. En fyrst við 9 ára aldur er þorskurinn orðinn svo kynþroska að hrygning hans er marktæk. Ef hins vegar aðeins 25% tiltekins árgangs eru veidd árlega verða 24% árgangsins á lífi þegar hann er orðinn 9 ára. Með þessum alvarlegu mistökum í veiðistjórninni hefur hrygningarstofninn verið skertur um helming, ef ekki meira, svo að engan þarf að undra þó að aflinn hafi líka minnkað um helming á kvótaárunum. Ofan á þetta kemur sérstök netaveiði hrygningarstofnsins sjálfs og árganga sem eru að nálgast þann aldur. Í þessu ljósi er það furðulegt hvað ýmsir stjórnmálamenn og útgerðarmenn lýsa mikilli ánægju með kvótakerfið í greinum Fréttablaðsins. Af þessu tilefni finnst mér ástæða til að segja í mjög styttu máli frá rannsókn sem ég hef gert á afkomu þorskstofnsins síðustu hálfa öld og reyndar mun lengur. Niðurstaðan kemur fram í eins konar jafnstöðukorti þorskveiða sem hér er birt. Það sýnir samhengið á milli veiðistofns, hrygningarstofns og nýliðunar, hvenær sem jafnvægi eða jafnstaða er komin á, miðað við hitafar og aflamark undanfarins áratugar eða svo. Aflamarkið má lesa af rauðu línunum og hitann í Stykkishólmi af boglínunum, 2,5, 3,0 gráður og svo framvegis. Blái punkturinn sýnir ástand svipað því sem það var stundum áður en kvótinn kom. Árshitinn í Stykkishólmi var þá um 4 stig og aflamarkið var nálægt 25%, aflinn var með öðrum orðum um það bil fjórðungur af veiðistofni. Veiðistofninn má lesa í bláa punktinum milli grænu línanna, nálægt 1700 þúsund tonnum. Hrygningarstofninn sést á kvarðanum neðst á kortinu, beint fyrir neðan bláa punktinn, tæplega 200 þúsund tonn. Þá er reyndar ekki átt við mat Hafrannsóknastofnunar á hrygningarstofni, heldur virkan hrygningarstofn, þyngd 9 ára þorsks og eldri. Nýliðunina má svo lesa á kvarðanum vinstra megin á kortinu, í sömu hæð og bláa punktinn, um 250 milljónir þriggja ára fiska. Og árlegur afli, árangurinn af öllu saman, sést milli bláu línanna, rúm 400 þúsund tonn. Þannig var ástandið áður en sú ofveiði byrjaði sem kvótinn átti að bæta úr. En þess er líka skylt að geta að með hafísárunum á sjöunda áratugnum kólnaði loftslagið svo að varla var hægt að ætlast til meira en 350 þúsund tonna ársafla fyrr en nú um og eftir aldamótin þegar aftur hefur hlýnað. Því meiri gætni hefði þurft að sýna í sókninni. Lítum þá á ástand síðustu ára, árangurinn af svokallaðri veiðistjórn á kvótatímanum. Það er rauði punkturinn sem sýnir það. Aflamarkið er komið upp í 35% eins og sést af rauðu línunum, en hitinn er 3,5 til 4 gráður eins og hann hefur verið síðasta áratug. Veiðistofninn hefur verið nálægt 600 þúsund tonnum, hrygningarstofninn (9 ára og eldri) innan við 30 þúsund tonn og nýliðunin um 120 milljónir þriggja ára fiska. Og í samræmi við þetta er aflinn rýr, einungis 200 þúsund tonn. Reyndar er hæpið að tala um jafnstöðu í þessu tilfelli, því að reikningar sýna að í þessum punkti fer að verða hætta á því að ekki sé hægt að ná jafnvægi, heldur muni stofninn hrynja smátt og smátt ef ekkert verður að gert. Það liggur í augum uppi að eins og sakir standa er það ábyrgðarlaus kenning að best sé að veiða og veiða, drepa og drepa umfram það sem gert hefur verið. Um þetta heyrast háværar raddir. Meðan menn leggja eyrun við slíkum boðskap er ekki von á góðu. Því miður hefur ekki verið staðið við þá fyrirætlun sem ráðamenn hafa í orði kveðnu haft síðan 1995, að veiða ekki nema fjórðung veiðistofnsins. Það var að vísu gert 1996 og 1997, en þá fór allt úr böndunum og meðaltalið hefur nú verið 35% í 8 ár. Nú hefur loftslagið hlýnað en samt þarf að setja markið við 22% í bili eins og Hafrannsóknastofnun hefur lagt til, og standa við það. Árangur af því mun fara að sjást eftir svo sem 5 ár, og eftir 10 ár gæti ástandið verið að nálgast þá jafnstöðu sem blái punkturinn sýnir og var í gildi áður en hörmungar kvótatímabilsins hófust. Það mundi líka flýta mikið fyrir batanum að hætta netaveiðum hrygningarfisks. Til að koma þessu í kring er vilji allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Út frá töflu sem birtist í umfjöllun um kvótamál í Fréttablaðinu nýlega má reikna að á 22 árum kvótakerfisins hafi 35% eftirlifandi þorskstofns verið drepin árlega að jafnaði, líka eftir að ákveðið var 1995 að þetta aflamark skyldi vera 25%. Með 35% veiði verða aðeins um 12% af árganginum eftir þegar hann er orðinn 9 ára, ef veiðin byrjar við fjögurra ára aldur. Til viðbótar veiðunum kemur svo dauði af öðrum orsökum. En fyrst við 9 ára aldur er þorskurinn orðinn svo kynþroska að hrygning hans er marktæk. Ef hins vegar aðeins 25% tiltekins árgangs eru veidd árlega verða 24% árgangsins á lífi þegar hann er orðinn 9 ára. Með þessum alvarlegu mistökum í veiðistjórninni hefur hrygningarstofninn verið skertur um helming, ef ekki meira, svo að engan þarf að undra þó að aflinn hafi líka minnkað um helming á kvótaárunum. Ofan á þetta kemur sérstök netaveiði hrygningarstofnsins sjálfs og árganga sem eru að nálgast þann aldur. Í þessu ljósi er það furðulegt hvað ýmsir stjórnmálamenn og útgerðarmenn lýsa mikilli ánægju með kvótakerfið í greinum Fréttablaðsins. Af þessu tilefni finnst mér ástæða til að segja í mjög styttu máli frá rannsókn sem ég hef gert á afkomu þorskstofnsins síðustu hálfa öld og reyndar mun lengur. Niðurstaðan kemur fram í eins konar jafnstöðukorti þorskveiða sem hér er birt. Það sýnir samhengið á milli veiðistofns, hrygningarstofns og nýliðunar, hvenær sem jafnvægi eða jafnstaða er komin á, miðað við hitafar og aflamark undanfarins áratugar eða svo. Aflamarkið má lesa af rauðu línunum og hitann í Stykkishólmi af boglínunum, 2,5, 3,0 gráður og svo framvegis. Blái punkturinn sýnir ástand svipað því sem það var stundum áður en kvótinn kom. Árshitinn í Stykkishólmi var þá um 4 stig og aflamarkið var nálægt 25%, aflinn var með öðrum orðum um það bil fjórðungur af veiðistofni. Veiðistofninn má lesa í bláa punktinum milli grænu línanna, nálægt 1700 þúsund tonnum. Hrygningarstofninn sést á kvarðanum neðst á kortinu, beint fyrir neðan bláa punktinn, tæplega 200 þúsund tonn. Þá er reyndar ekki átt við mat Hafrannsóknastofnunar á hrygningarstofni, heldur virkan hrygningarstofn, þyngd 9 ára þorsks og eldri. Nýliðunina má svo lesa á kvarðanum vinstra megin á kortinu, í sömu hæð og bláa punktinn, um 250 milljónir þriggja ára fiska. Og árlegur afli, árangurinn af öllu saman, sést milli bláu línanna, rúm 400 þúsund tonn. Þannig var ástandið áður en sú ofveiði byrjaði sem kvótinn átti að bæta úr. En þess er líka skylt að geta að með hafísárunum á sjöunda áratugnum kólnaði loftslagið svo að varla var hægt að ætlast til meira en 350 þúsund tonna ársafla fyrr en nú um og eftir aldamótin þegar aftur hefur hlýnað. Því meiri gætni hefði þurft að sýna í sókninni. Lítum þá á ástand síðustu ára, árangurinn af svokallaðri veiðistjórn á kvótatímanum. Það er rauði punkturinn sem sýnir það. Aflamarkið er komið upp í 35% eins og sést af rauðu línunum, en hitinn er 3,5 til 4 gráður eins og hann hefur verið síðasta áratug. Veiðistofninn hefur verið nálægt 600 þúsund tonnum, hrygningarstofninn (9 ára og eldri) innan við 30 þúsund tonn og nýliðunin um 120 milljónir þriggja ára fiska. Og í samræmi við þetta er aflinn rýr, einungis 200 þúsund tonn. Reyndar er hæpið að tala um jafnstöðu í þessu tilfelli, því að reikningar sýna að í þessum punkti fer að verða hætta á því að ekki sé hægt að ná jafnvægi, heldur muni stofninn hrynja smátt og smátt ef ekkert verður að gert. Það liggur í augum uppi að eins og sakir standa er það ábyrgðarlaus kenning að best sé að veiða og veiða, drepa og drepa umfram það sem gert hefur verið. Um þetta heyrast háværar raddir. Meðan menn leggja eyrun við slíkum boðskap er ekki von á góðu. Því miður hefur ekki verið staðið við þá fyrirætlun sem ráðamenn hafa í orði kveðnu haft síðan 1995, að veiða ekki nema fjórðung veiðistofnsins. Það var að vísu gert 1996 og 1997, en þá fór allt úr böndunum og meðaltalið hefur nú verið 35% í 8 ár. Nú hefur loftslagið hlýnað en samt þarf að setja markið við 22% í bili eins og Hafrannsóknastofnun hefur lagt til, og standa við það. Árangur af því mun fara að sjást eftir svo sem 5 ár, og eftir 10 ár gæti ástandið verið að nálgast þá jafnstöðu sem blái punkturinn sýnir og var í gildi áður en hörmungar kvótatímabilsins hófust. Það mundi líka flýta mikið fyrir batanum að hætta netaveiðum hrygningarfisks. Til að koma þessu í kring er vilji allt sem þarf.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun