Innlent

Fréttastjóra Stöðvar 2 sagt upp

Sigríði Árnadóttur hefur verið sagt upp sem fréttastjóra á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar en hún tók við starfinu fyrir tæpu ári. Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, mun taka við starfinu fyrst um sinn ásamt varafréttastjórunum Evu Bergþóru Guðbergsdóttur og Þór Jónssyni. Sigríður hafði starfað á fréttastofu Ríkisútvarpsins um árabil áður en hún tók við starfinu á Stöð 2 og Bylgjunni. Starfsmenn fréttastofunnar hafa verið boðaðir á fund sjónvarpsstjóra í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×