Innlent

Óvenju góður loðnuafli

Loðnuaflinn frá áramótum er kominn yfir 80 þúsund tonn sem er óvenju góður afli. Skipin eru ýmist á veiðum, á landleið með fullfermi eða á útleið eftir löndun. Að minnsta kosti tvö stór loðnuskip sem ekki eru á veiðum fara á miðin og dæla í sig afla úr veiðarfærum annarra skipa til þess að flytja hann í land svo hin skipin geti haldið veiðum áfram. Þá hafa nokkur norsku loðnuskipanna sem eru að veiðum fyrir austan líka landað hér á landi og er mikið að gera við loðnufrystingu og bræðslu víða um land.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×