Sport

Real Madrid úr leik

Real Madrid varð fyrir miklu áfalli þegar liðið var slegið út úr spænsku bikarkeppninni af Real Valladolid á heimavelli. Leiknum lyktaði með jafntefli, 1-1, og komst Valladolid áfram á skoruðu útivallarmarki. Michael Owen kom Madrid yfir á 66. mínútu en Xavi More jafnaði metin 11 mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin ekki og Valladolid því komið í 8 liða úrslit í bikarnum en stórliðið Real Madrid er úr leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×