Erlent

Drengur í bíl fórst í flugslysi

MYND/AP

Sex ára gamall drengur lést þegar flugvél rann út af flugbraut á Midway-flugvellinum í Chicago í gærkvöld og út á götu. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 737 og var notuð í innanlandsflugi, var í lendingu þegar slysið var. Drengurinn sem lést var ásamt fjölskyldu sinni í bíl sem varð fyrir flugvélinni á götunni og slösuðust foreldrar hans og bróðir nokkuð. Þá meiddust einnig þrír í öðrum bíl sem varð fyrir vélinni. Tveir farþegar í flugvélinni slösuðust lítilsháttar, en alls voru 90 manns um borð. Ekki er ljóst hvers vegna slysið varð en mikil snjókoma var í Chicago þegar vélin lenti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×