Erlent

Stökk um borð í rútu með sprengju

Rútan tættist í sundur. 
Árásarmaðurinn komst um borð í rútuna gyrtur sprengjubelti eftir að eftirlitsmenn höfðu lokið við vopnaleit.
Rútan tættist í sundur. Árásarmaðurinn komst um borð í rútuna gyrtur sprengjubelti eftir að eftirlitsmenn höfðu lokið við vopnaleit.

Að minnsta kosti þrjátíu létust og fjörutíu slösuðust í sjálfsmorðsárás í Bagdad í gær. Japanar hafa ákveðið að framlengja dvöl herliðs síns í Írak um eitt ár. Árásin var gerð á umferðarmiðstöð í Bagdad en sjálfsmorðsárásarmaðurinn stökk þá um borð í rútu sem var í þann mund að leggja af stað til sjíabæjarins Nasiriyah í suðausturhluta landsins.

Öryggiseftirliti var lokið og því gat hann komist um borð gyrtur sprengjubelti. Flestir hinna látnu voru farþegar í rútunni en einnig slösuðust margir sem stóðu við matsölubás við rútuna þar sem gaskútar sprungu í kjölfar sjálfmorðssprengjunnar. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, hvatti liðsmenn Herdeilda hinna réttlátu sverða til viðræðna í gær en þeir halda fjórum erlendum hjálparstarfsmönnum, þar af tveimur Bretum, í gíslingu. Þeir höfðu áður sagst ætla að drepa þá 8. desember en í fyrradag framlengdu þeir frestinn til laugardags. Þá greindi japanska ríkisstjórnin frá því í gær að hún myndi framlengja dvöl hersveita sinna í Írak um eitt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×