Hreyfing sem þunglyndislyf 13. mars 2005 00:01 Hreyfing hefur áhrif á sömu taugaboðefni og þunglyndislyf og er það sterk vísbending um að það sé hægt að nota hreyfingu sem einn þátt í meðhöndlun þunglyndissjúklinga. Þetta segir Ingibjörg H. Jónsdóttir, lektor við Institut för Stressmedicin í Svíþjóð, sem ræddi rannsóknir sínar um áhrif hreyfingar á þunglyndi á málþingi sem Hugarafl, samtök geðsjúkra á batavegi, héldu í gær. Hreyfing er eitt af þeim málefnum sem brenna á notendum geðheilbrigðisþjónustu hér á landi og hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Ingibjörg segir hreyfingu fyrst og fremst hjálpa fólki með væg þunglyndiseinkenni, hreyfing komi alls ekki í staðinn fyrir lyf í erfiðu þunglyndi. Þó sé hreyfing góð sem viðbót fyrir alla þunglyndissjúklinga. Í Svíþjóð er vinnan komin langt á veg að sögn Ingibjargar. Þar sé verið að vinna að því að setja þessar hugmyndir inn í heilbrigðiskerfið þannig að læknar og sjúkraþjálfarar geti skrifað lyfseðla og svokallaða hreyfingarseðla. Þá þurfi að koma því í gegn að hreyfingarseðill skipti jafn miklu máli og lyfseðill. Nú segir hún mikilvægt að byggja í kringum þetta kerfi þannig að sjúklingar geti leitað eitthvað með sinn hreyfingarseðil. Ingibjörg sagðist ekki hafa fylgst mikið með þróun mála hér á landi en sagði umræður um svipað kerfi vera í gangi á hinum Norðurlöndunum. Ingibjörg segir ótvírætt að þetta sé ódýrari kostur en lyfjagjöf því þótt lyfjagjöfinni sé ekki hætt með öllu sé hægt að minnka hana. Ingibjörg kom til landsins í boði sjúkraþjálfafélagsins. Hún heldur erindi á aðalfundi sjúkraþjálfa og málþingi þeirra á miðvikudag. Þar kemur hún til með að ræða um streitu, kulnunareinkenni og þunglyndi, og áhrif hreyfingar á þessa þætti. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, var fundarstjóri á málþinginu. Hann var sammála Ingibjörgu um það að hreyfing væri eitt af mikilvægustu málum til að halda andlegri heilsu. Fréttir Innlent Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Hreyfing hefur áhrif á sömu taugaboðefni og þunglyndislyf og er það sterk vísbending um að það sé hægt að nota hreyfingu sem einn þátt í meðhöndlun þunglyndissjúklinga. Þetta segir Ingibjörg H. Jónsdóttir, lektor við Institut för Stressmedicin í Svíþjóð, sem ræddi rannsóknir sínar um áhrif hreyfingar á þunglyndi á málþingi sem Hugarafl, samtök geðsjúkra á batavegi, héldu í gær. Hreyfing er eitt af þeim málefnum sem brenna á notendum geðheilbrigðisþjónustu hér á landi og hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Ingibjörg segir hreyfingu fyrst og fremst hjálpa fólki með væg þunglyndiseinkenni, hreyfing komi alls ekki í staðinn fyrir lyf í erfiðu þunglyndi. Þó sé hreyfing góð sem viðbót fyrir alla þunglyndissjúklinga. Í Svíþjóð er vinnan komin langt á veg að sögn Ingibjargar. Þar sé verið að vinna að því að setja þessar hugmyndir inn í heilbrigðiskerfið þannig að læknar og sjúkraþjálfarar geti skrifað lyfseðla og svokallaða hreyfingarseðla. Þá þurfi að koma því í gegn að hreyfingarseðill skipti jafn miklu máli og lyfseðill. Nú segir hún mikilvægt að byggja í kringum þetta kerfi þannig að sjúklingar geti leitað eitthvað með sinn hreyfingarseðil. Ingibjörg sagðist ekki hafa fylgst mikið með þróun mála hér á landi en sagði umræður um svipað kerfi vera í gangi á hinum Norðurlöndunum. Ingibjörg segir ótvírætt að þetta sé ódýrari kostur en lyfjagjöf því þótt lyfjagjöfinni sé ekki hætt með öllu sé hægt að minnka hana. Ingibjörg kom til landsins í boði sjúkraþjálfafélagsins. Hún heldur erindi á aðalfundi sjúkraþjálfa og málþingi þeirra á miðvikudag. Þar kemur hún til með að ræða um streitu, kulnunareinkenni og þunglyndi, og áhrif hreyfingar á þessa þætti. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, var fundarstjóri á málþinginu. Hann var sammála Ingibjörgu um það að hreyfing væri eitt af mikilvægustu málum til að halda andlegri heilsu.
Fréttir Innlent Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira