Erlent

Tjónið vel á fjórða þúsund milljarða króna

Tryggingakostnaður vegna fellibylja í Bandaríkjunum á þessu ári nemur nærri sextíu milljörðum dollara, eða vel á fjórða þúsund milljarða króna. Þetta er mat ráðgjafafyrirtækisins Advisen, sem hefur unnið að skýrslu um tjón vegna fellibyljanna Katrínar, Rítu og Wilmu. Mestur er kostnaður tryggingafélaga vegna Katrínar, eða rúmlega fjörutíu milljarðar dollara. Því er ljóst að enginn fellibylur í sögunni hefur valdið jafnmiklu fjárhagslegu tjóni og Katrín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×