Erlent

Eldflaugum ringdi

Mahmúd Abbas, leiðtogi Palestínumanna, stendur höllum fæti vegna stöðugra árása byssumanna á opinberar skrifstofur heimastjórnarinnar. Í dag létu Ísraelar eldflaugum rigna yfir höfuðstöðvar þessara byssumanna og segja óþolandi að Abbas geti ekki haldið þeim í skefjum.

Tugir vopnaðra liðsmanna Al Alsa samtakanna hertóku í dag skrifstofur héraðsstjórans á Gaza svæðinu, menntamálaráðuneytið og dómshús. Mennirnir voru vopnaðir handsprengjum og hríðskotarifflum. Palestinskir lögreglumenn fylgdust með árásinni, en aðhöfðust ekkert, að sögn sjónarvotta.

Byssumennirnir sögðust hafa hertekið byggingarnar til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um atvinnu. Eftir nokkurra klukkustunda samningaviðræður, í gegnum sína, yfirgáfu þeir húsin. Þeir sögðust hafa fengið loforð um að kröfur þeirra yrðu teknar til athugunar.

Þetta er ein af mörgum slíkum árásum undanfarna daga, og þær eru farnar að grafa undan trúverðugleika Mahmúd Abbasar, leiðtoga Palestínumanna. Hann hefur verið sakaður um undanlátssemi við byssumennina. Þótt lögreglumenn hafi umkringt byggingar sem þeir hafa hertekið, hafa þeir ekkert gert til þess að handtaka þá.

Ísraelar segja að það sé óþolandi að Abbas skuli ekki hafa neina stjórn á herskáum liðsmönnum sínum, sem hafa skotið fjölmörgum eldflaugum á Ísraelskar byggðir, frá Gaza, undanfarna daga. Ariel Sharon, forsætisráðherra, hefur fallist á að sett verði upp öryggisbelti á Gaza, til þess að koma í veg fyrir árásirnar.

Ísraelski herinn skaut, í dag, bæði fallbyssuskotum og eldflaugum að búðum Al aksa, á Gaza svæðinu, og hitti tvennar þeirra, en ekki er vitað um mannfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×