Erlent

Að minnsta kosti fimm látnir eftir lestarslys

Björgunarmenn fundu í morgun lík í flaki járnbrautarlestar, sem fór út af sporinu í norðurhluta Japans á sunnudagskvöld. Alls hafa því fimm lík fundist í lestinni en 32 slösuðust. Mjög erfiðar aðstæður eru á slysstað en mjög kalt er í veðri. Enn er tveggja kvenna og barns saknað eftir slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×