Innlent

Starfsemi neyðarlínunnar í beinni

Starfsemi neyðarlínunnar fer alla jafna fram fyrir luktum dyrum en nú bregður svo við að allir geta fylgst með því hvað er að gerast þarna innandyra í gegnum tölvuna sína í beinni vefútsendingu (siminn.is/112). Þess verður þó vel gætt að trúnaðarupplýsingar birtist ekki í útsendingunni. Þessi útsending er hluti af miklu kynningarátaki sem stendur í dag og fer aðallega fram í Smáralindinni í Kópavogi þar sem sýnd verða tæki og tól, sjúkrabíll, slökkvibíll, björgunarbíll, sprengjubíll og vélmenni til sprengjueyðslu svo fátt eitt sé nefnt. Þá verður meðal annars sýnd björgun úr þyrlu Landhelgisgæslunnar og mun hún lenda á bílaplaninu klukkan þrjú. Lögreglustöðvar víða um land bjóða almenningi einnig í heimsókn í tilefni dagsins. Héðan í frá verður 112 dagurinn haldinn þann ellefta febrúar, eða 11.2., á ári hverju og er það tilvísun í símanúmer neyðarlínunnar, 112.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×