Innlent

Hundi bjargað af þaki

"Hvolpurinn var björguninni feginn enda skalf hann af hræðslu þegar við náðum til hans," segir Oddur Eiríksson, hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en þeir fengu sérstætt verkefni um miðjan dag í gær þegar óskað var eftir aðstoð þeirra við að bjarga hundi af þaki íbúðarhúss við Tjarnargötu í Reykjavík. Hvolpurinn komst út á þak gegnum þakglugga, fraus af hræðslu og þorði sig hvergi að hreyfa. Þótti vænlegast að kalla til körfubíl slökkviliðsins og varð slökkviliðsmönnum ekki skotaskuld úr því að bjarga hundinum niður.
Hundurinn fór út um þakglugga og rann niður hallandi þakið. Hann hefði fallið til jarðar ef ekki væri fyrir þakrennurnar sem hann stöðvaðist í.MYND/Vilhelm
Hundurinn varð rólegri þegar hann var kominn niður á jörð í höndum slökkviliðsmanns sem fór upp og sótti hann.MYND/Vilhelm
Hundurinn var vistaður í lögreglubíl meðan beðið var eftir eiganda hans.MYND/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×