Baktjaldamakk og valdabrölt 7. júní 2005 00:01 Séra Hjalti Þorkelsson skólastjóri Landakotsskóla sagði af sér á föstudag vegna samstarfsörðugleika við skólanefnd. Afsögnin er afleiðing illinda sem skekið hafa skólann undanfarna mánuði. Samkvæmt bókun á kennarafundi í Landakotsskóla frá 1. mars gengu kennararáðsfulltrúarnir Guðbjörg Magnúsdóttir, Helga Guðrún Loftsdóttir og Irena Kojic á fund skólanefndar þann 28. janúar síðastliðinn og lögðu fram athugasemdir þar sem "gróflega er vegið að starfsheiðri og orðstír skólastjóra, aðstoðarskólastjóra og nokkurra nafngreindra kennara við skólann." Í bókuninni kemur fram að kennararáðsfulltrúarnir hafi farið langt út fyrir þann ramma sem kennararáði er ætlað að starfa eftir. Lýst var yfir vantrausti á kennararáðsfulltrúanna og skorað á þá að segja af sér með öllum greiddum atkvæðum. Á fundi með kennararáði 14. febrúar krafðist Hjalti Þorkelsson skólastjóri þess að fá afhent öll gögn sem lögð voru fram á fundi kennararáðs með skólanefnd 28 janúar. í kjölfarið fékk Hjalti sendan útdrátt úr minnispunktum fundarins frá ritara skólanefndar en Hjalti krafðist þess að fá óbreytt eintak af minnispunktunum. Skólanefnd varð ekki við ósk Hjalta. Kennarar við skólann óskuðu einnig eftir því að fá óbreytt eintak af minnispunktunum en fengu þau svör frá kennararáði að minnispunktarnir væru glataðir. Kennararnir kærðu athæfi kennararáðs til úrskurðarnefndar upplýsingamála í forsætisráðuneytinu. Í kjölfarið mögnuðust deilurnar sem enduðu með því að skólanefnd sagði Bessí Jóhannsdóttur aðstoðarskólastjóra upp störfum og rökstuddi uppsögnina með sparnaðaraðgerðum. Með uppsögn Bessíar taldi Hjalti skólastjóri að skólanefnd hefði stigið inn á valdsvið sitt sem skólastjóra og við það gat hann ekki unað. Skólastjórn Landakotsskóla sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem því er lýst yfir að full samstaða sé milli stjórnar og kennararáðs um áframhaldandi skólastarf. Gunnar Örn Ólafsson formaður skólanefndar Landakotsskóla sagði að foreldrar yrðu kallaðir á fund með skólanefnd í vikunni. Fréttir Innlent Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Séra Hjalti Þorkelsson skólastjóri Landakotsskóla sagði af sér á föstudag vegna samstarfsörðugleika við skólanefnd. Afsögnin er afleiðing illinda sem skekið hafa skólann undanfarna mánuði. Samkvæmt bókun á kennarafundi í Landakotsskóla frá 1. mars gengu kennararáðsfulltrúarnir Guðbjörg Magnúsdóttir, Helga Guðrún Loftsdóttir og Irena Kojic á fund skólanefndar þann 28. janúar síðastliðinn og lögðu fram athugasemdir þar sem "gróflega er vegið að starfsheiðri og orðstír skólastjóra, aðstoðarskólastjóra og nokkurra nafngreindra kennara við skólann." Í bókuninni kemur fram að kennararáðsfulltrúarnir hafi farið langt út fyrir þann ramma sem kennararáði er ætlað að starfa eftir. Lýst var yfir vantrausti á kennararáðsfulltrúanna og skorað á þá að segja af sér með öllum greiddum atkvæðum. Á fundi með kennararáði 14. febrúar krafðist Hjalti Þorkelsson skólastjóri þess að fá afhent öll gögn sem lögð voru fram á fundi kennararáðs með skólanefnd 28 janúar. í kjölfarið fékk Hjalti sendan útdrátt úr minnispunktum fundarins frá ritara skólanefndar en Hjalti krafðist þess að fá óbreytt eintak af minnispunktunum. Skólanefnd varð ekki við ósk Hjalta. Kennarar við skólann óskuðu einnig eftir því að fá óbreytt eintak af minnispunktunum en fengu þau svör frá kennararáði að minnispunktarnir væru glataðir. Kennararnir kærðu athæfi kennararáðs til úrskurðarnefndar upplýsingamála í forsætisráðuneytinu. Í kjölfarið mögnuðust deilurnar sem enduðu með því að skólanefnd sagði Bessí Jóhannsdóttur aðstoðarskólastjóra upp störfum og rökstuddi uppsögnina með sparnaðaraðgerðum. Með uppsögn Bessíar taldi Hjalti skólastjóri að skólanefnd hefði stigið inn á valdsvið sitt sem skólastjóra og við það gat hann ekki unað. Skólastjórn Landakotsskóla sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem því er lýst yfir að full samstaða sé milli stjórnar og kennararáðs um áframhaldandi skólastarf. Gunnar Örn Ólafsson formaður skólanefndar Landakotsskóla sagði að foreldrar yrðu kallaðir á fund með skólanefnd í vikunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira