Lífið

Cleese missir titilinn

Breski grínistinn Peter Cook var í dag valinn hæfileikaríkasti grínisti heims en það var sjónvarpsstöðin Channel 4 sem stóð fyrir valinu. Cook, sem sló fyrst í gegn fyrir leik sinn í þáttunum „Beyond The Fringe“, tekur við titlinum af Monty Python meðliminum John Cleese. Í öðru sæti var kanadíski leikarinn Mike Myers, sem meðal annars hefur látið heimsbyggðina hlæja undanfarin ár í þremur myndum um spæjarann Austin Powers, og í þriðja sæti var svo ekki minni maður en Woody Allen.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.