Lífið

Á sama vinnustað í 56 ár

Akureyringurinn Svavar Friðrik Hjaltalín lauk starfsævi sinni á nýliðinni Þorláksmessu. Þá hafði hann starfað á sama vinnustaðnum í 56 ár en vinnuveitandinn var Útgerðarfélag Akureyringa sem nú er í eigu Brims. Svavar, sem varð sjötugur í vetur, byrjaði að vinna hjá ÚA 14 ára gamall og þegar hann hætti þar á Þorláksmessu gaf Brim honum listaverkið „Traustir hlekkir" eftir Hallgrím Ingólfsson á Akureyri. Verkið samanstendur af þremur hlekkjum úr fótreipiskeðju af Kaldbaki EA og fjörugrjóti af lóð Brims á Akureyri en á gullplötu á listaverkinu er letrað: Svavar Hjaltalín – Með þökk fyrir 56 ára gæfuríkt samstarf. Með fylgdi karfa hlaðin góðgæti. Svavar vann undir stjórn allra þeirra sem stýrt hafa ÚA og síðar Brimi: Guðmundi Guðmundssyni, Andrési Péturssyni, Gísla Konráðssyni, Vilhelm Þorsteinssyni, Gunnari Ragnars, Guðbrandi Sigurðssyni, Gunnari Larsen og Guðmundi Kristjánssyni. Ber hann mikið lof á stjórnendur félagsins í gegnum tíðina og telur að velgengni þess megi þakka dug þeirra og framsýni sem og þeirri gæfu að félagið hafi alltaf haft yfir að ráða góðu starfsfólki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.