Innlent

Þróaði DNA-heilun

Vianna Stibal er upphafsmaður DNA-heilunar. Hún greindist með beinkrabbamein árið 1995 og styttist fótur hennar um þrjá sentimetra. Allt benti til þess að hún myndi missa fótinn og að krabbameinið myndi smám saman breiðast út um allan líkamann þegar hún ákvað að taka ráðin í sínar hendur.

Vianna segir frá því í bók um reynslu sína og kenningar, Farðu upp og starfaðu með Guði, að hún hafi farið út úr sjálfri sér í gegnum hvirfilstöðina, beðið til guðs og skipað síðan heilun á sjálfri sér. Beinkrabbameinið lagaðist nánast samstundis og fóturinn náði fyrri lengd. Vianna á þetta skjalfest. Vianna hefur komið hingað til lands til að halda námskeið í DNA-heilun. Hún kennir grunninn og þróar síðan hver heilari sína eigin aðferð út frá grunninum sem hún gefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×