Skipta fötin einhverju máli? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 11. mars 2005 00:01 Á fundi foreldra grunnskólabarna í Vesturbæ Reykjavík í vikunni, er sagt að foreldrar hafi tekið vel í hugmyndir um skólabúning. Það voru foreldrafélög Landakotsskóla, Melaskóla, Grandaskóla og Vesturbæjaskóla sem stóðu að fundinum. Þegar er einhver reynsla komin af skólafatnaði, en síðustu tvö ár hefur verið notast við vísi að skólabúningum í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar fá börn rauðar flíspeysur eða létta háskólaboli, merkta skólanum. Á fundinum var Leifur Garðarsson, skólastjóri Áslandsskóla, sem sagði að merkja mætti jákvæð áhrif þess að nota skólabúning, svo sem samkennd, námsaga, betri einbeitningu og bætt og bætta ímynd skólans. Umræða um skólabúninga kviknar alltaf öðru hvoru. Sérstaklega virðast það foreldrar sem hafa áhuga á því að taka upp skólabúninga. Ekki er óalgengt að slík umræða spretti upp eftir umfjöllun fjölmiðla um tískuvitund barna og unglinga. Þá fylgir í kjölfarið viðtöl við efnaminni foreldra sem tala um hversu erfitt það er að kaupa dýr merkjafötin sem börnin og unglingarnir krefjist. Ef þau fá ekki merkavörurnar; nýjustu úlpurnar, skóna, buxurnar, sem kosta morðfjár heldur ganga bara í Hagkaupsfötunum, þá verði þau fyrir einelti. Hugmyndin er að ef öll börnin klæðist eins fötum, þá verði það ekki eins augljóst hver þeirra koma úr efnameiri fjölskyldum, og fjölskyldur hverra hafa minna til handanna að bera. Því verði fátækari börnunum síður strítt og minni líkur á að þau lendi í einelti. Þetta er ekki röksemdarfærsla sem allir, og þar á meðal ég, kaupi. Í öllum skólum landsins á að fara fram mikið forvarnarstarf gegn einelti, og í flestum er það starf með ágætum. Skólarnir í Vesturbænum eru þar á meðal. Það að leggja einhvern í einelti, vegna þess í hvernig fötum er gengið er ekki orsök eineltis, heldur einkenni þess. Ef einelti á sér stað, þar sem sérstaklega er ráðist gegn börnum sem ekki ganga í tískufötunum, myndi það halda áfram þrátt fyrir að öll börnin klæddust eins fötum. Í staðin fyrir að gera grín af peysunum, yrði keppst um að vera í flottustu úlpunni, skónum, með skrautlegustu skólatöskuna eða annað það sem börnin geta metist um. Þetta væri einkenni þess að okkur hefur mistekist að kenna börnunum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eitthvað eru öðruvísi. Börn þeirra skóla sem um ræðir, utan Landakotsskóla, eru á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Það er einungis Landakotsskóli sem einnig kennir efstu bekkjunum. Ef við höfum ekki náð að kenna unglingunum umburðarlyndi, þá hjálpar það varla börnunum sem eru í þessum skólum sem um ræðir. Mér finnst annað gilda um það að gefast upp fyrir börnunum. Ef við sem foreldrar teljum að börnin okkar þurfi alltaf að ganga í merkjavörum og kaupum ávallt þau föt sem börnin okkar vilja, þá eru foreldrarnir farnir að gefa eftir stjórnina. Það er samfélagslegt vandamál ef börnin ráða, en ekki þau fullorðnu. Ef það er vandinn sem um ræðir, þá ættum við kannski, sem þjóðfélag, að ráða Ofurfóstruna til að kenna okkur að taka aftur völdin. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Á fundi foreldra grunnskólabarna í Vesturbæ Reykjavík í vikunni, er sagt að foreldrar hafi tekið vel í hugmyndir um skólabúning. Það voru foreldrafélög Landakotsskóla, Melaskóla, Grandaskóla og Vesturbæjaskóla sem stóðu að fundinum. Þegar er einhver reynsla komin af skólafatnaði, en síðustu tvö ár hefur verið notast við vísi að skólabúningum í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar fá börn rauðar flíspeysur eða létta háskólaboli, merkta skólanum. Á fundinum var Leifur Garðarsson, skólastjóri Áslandsskóla, sem sagði að merkja mætti jákvæð áhrif þess að nota skólabúning, svo sem samkennd, námsaga, betri einbeitningu og bætt og bætta ímynd skólans. Umræða um skólabúninga kviknar alltaf öðru hvoru. Sérstaklega virðast það foreldrar sem hafa áhuga á því að taka upp skólabúninga. Ekki er óalgengt að slík umræða spretti upp eftir umfjöllun fjölmiðla um tískuvitund barna og unglinga. Þá fylgir í kjölfarið viðtöl við efnaminni foreldra sem tala um hversu erfitt það er að kaupa dýr merkjafötin sem börnin og unglingarnir krefjist. Ef þau fá ekki merkavörurnar; nýjustu úlpurnar, skóna, buxurnar, sem kosta morðfjár heldur ganga bara í Hagkaupsfötunum, þá verði þau fyrir einelti. Hugmyndin er að ef öll börnin klæðist eins fötum, þá verði það ekki eins augljóst hver þeirra koma úr efnameiri fjölskyldum, og fjölskyldur hverra hafa minna til handanna að bera. Því verði fátækari börnunum síður strítt og minni líkur á að þau lendi í einelti. Þetta er ekki röksemdarfærsla sem allir, og þar á meðal ég, kaupi. Í öllum skólum landsins á að fara fram mikið forvarnarstarf gegn einelti, og í flestum er það starf með ágætum. Skólarnir í Vesturbænum eru þar á meðal. Það að leggja einhvern í einelti, vegna þess í hvernig fötum er gengið er ekki orsök eineltis, heldur einkenni þess. Ef einelti á sér stað, þar sem sérstaklega er ráðist gegn börnum sem ekki ganga í tískufötunum, myndi það halda áfram þrátt fyrir að öll börnin klæddust eins fötum. Í staðin fyrir að gera grín af peysunum, yrði keppst um að vera í flottustu úlpunni, skónum, með skrautlegustu skólatöskuna eða annað það sem börnin geta metist um. Þetta væri einkenni þess að okkur hefur mistekist að kenna börnunum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eitthvað eru öðruvísi. Börn þeirra skóla sem um ræðir, utan Landakotsskóla, eru á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Það er einungis Landakotsskóli sem einnig kennir efstu bekkjunum. Ef við höfum ekki náð að kenna unglingunum umburðarlyndi, þá hjálpar það varla börnunum sem eru í þessum skólum sem um ræðir. Mér finnst annað gilda um það að gefast upp fyrir börnunum. Ef við sem foreldrar teljum að börnin okkar þurfi alltaf að ganga í merkjavörum og kaupum ávallt þau föt sem börnin okkar vilja, þá eru foreldrarnir farnir að gefa eftir stjórnina. Það er samfélagslegt vandamál ef börnin ráða, en ekki þau fullorðnu. Ef það er vandinn sem um ræðir, þá ættum við kannski, sem þjóðfélag, að ráða Ofurfóstruna til að kenna okkur að taka aftur völdin. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar