Erlent

Kaupa 115 Dreamliner-þotur frá Boeing

Líkan af Dreamliner-þotu.
Líkan af Dreamliner-þotu. MYND/AFP

Ástralska flugfélagið Quantas ætlar að kaupa allt að 115 nýjar Boeing 787 Dreamliner-þotur áður en langt um líður í langþráðri endurnýjun vélaflota síns. Talsmaður flugfélagsins, sem er hið áttunda stærsta í heiminum, segist búast við að kostnaðurinn við kaup vélanna muni vera allt að tuttugu milljónir ástralskra dala, eða tæplega þúsund milljarðar króna. Boeing og Airbus verksmiðjurnar, sem eru langstærstu flugvélaframleiðendur heims, hafa aldrei selt flugvélar fyrir jafnháa upphæð og í ár, en upphæðin er komin yfir sex þúsund milljarða króna. Þess má geta að FL-Group festi kaup á nokkrum Dreamliner-þotum fyrr á árinu en fá þær ekki afhentar fyrr en eftir nokkur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×