Krónan hefur kallað á stríð 28. febrúar 2005 00:01 Krónan tók nýja verðstefnu í gagnið um helgina, að sögn Hróars Björnssonar rekstrarstjóra fyrirtækisins. Hann sagði, að þar með hefði hún kallað á verðstríð sem væri komið til að vera. "Við ætlum ekkert að beygja okkur," sagði hann. "Samfara nýju verðstefnunni leggjum við áherslu á nauðsynjavörurnar. Við ætlum fyrst og fremst að vera með samkeppnishæfar vörur og vera mjög virk í samkeppninni." Hróar sagði, að hin nýja verðstefna hefði tekið gildi á laugardag. Krónan ætlaði sér að vera mjög nærri Bónus í verðum. "Við erum búnir að kalla á stríð," sagði hann. Spurður hvað þær lækkanir sem orðið hefðu í Krónunni um helgina myndu vega í matarkörfunni sagði Hróar að það lægi ekki nákvæmlega fyrir. "Við lækkuðum sumar vörur um allt að 25 prósent. Þannig voru mjólkurvörurnar keyrðar niður ásamt þurrvörunni." Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri í Bónusi sagði að neytendur hefðu getað treyst lágu vöruverði í Bónus - verslunum og þar yrði engin breyting á. "Bónus verður lægst eins og verið hefur. Krónan er að lækka örfáa vöruflokka og við munum bregðast við því. Við erum að skanna 1000 - 1500 vörunúmer hjá þeim á hverjum degi og þar munar í heildina yfir 16 prósentum hvað þeir eru dýrari heldur en Bónus" Hróar sagði að Krónumenn kæmu til með að verða mjög virkir í verðstríðinu. Þeim hefði verið tekið gríðarlega vel um helgina og þeir myndu halda ótrauðir áfram. Nettó mun einnig taka virkan þátt í verðstríðinu að sögn Guðjóns Stefánssonar framkvæmdastjóra. "Við fylgjum markaðinum eins og hann er hverju sinni," sagði hann. "Við höfum verið með lægstu verð í landinu, stundum ásamt með öðrum, og við ætlum okkur að halda því áfram. Við höfum fært til verð um á 6 - 800 liðum í síðustu viku, en breyttum áður verði á um það bil 100 liðum vikulega Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Krónan tók nýja verðstefnu í gagnið um helgina, að sögn Hróars Björnssonar rekstrarstjóra fyrirtækisins. Hann sagði, að þar með hefði hún kallað á verðstríð sem væri komið til að vera. "Við ætlum ekkert að beygja okkur," sagði hann. "Samfara nýju verðstefnunni leggjum við áherslu á nauðsynjavörurnar. Við ætlum fyrst og fremst að vera með samkeppnishæfar vörur og vera mjög virk í samkeppninni." Hróar sagði, að hin nýja verðstefna hefði tekið gildi á laugardag. Krónan ætlaði sér að vera mjög nærri Bónus í verðum. "Við erum búnir að kalla á stríð," sagði hann. Spurður hvað þær lækkanir sem orðið hefðu í Krónunni um helgina myndu vega í matarkörfunni sagði Hróar að það lægi ekki nákvæmlega fyrir. "Við lækkuðum sumar vörur um allt að 25 prósent. Þannig voru mjólkurvörurnar keyrðar niður ásamt þurrvörunni." Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri í Bónusi sagði að neytendur hefðu getað treyst lágu vöruverði í Bónus - verslunum og þar yrði engin breyting á. "Bónus verður lægst eins og verið hefur. Krónan er að lækka örfáa vöruflokka og við munum bregðast við því. Við erum að skanna 1000 - 1500 vörunúmer hjá þeim á hverjum degi og þar munar í heildina yfir 16 prósentum hvað þeir eru dýrari heldur en Bónus" Hróar sagði að Krónumenn kæmu til með að verða mjög virkir í verðstríðinu. Þeim hefði verið tekið gríðarlega vel um helgina og þeir myndu halda ótrauðir áfram. Nettó mun einnig taka virkan þátt í verðstríðinu að sögn Guðjóns Stefánssonar framkvæmdastjóra. "Við fylgjum markaðinum eins og hann er hverju sinni," sagði hann. "Við höfum verið með lægstu verð í landinu, stundum ásamt með öðrum, og við ætlum okkur að halda því áfram. Við höfum fært til verð um á 6 - 800 liðum í síðustu viku, en breyttum áður verði á um það bil 100 liðum vikulega
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira