Viðskipti innlent

Verðbólgan niður fyrir þolmörk

Verðbólgan mun fara niður fyrir þolmörk Seðlabankans í maí ef spá greiningardeildar Íslandsbanka gengur eftir. Verðbólgan er núna 4,3% en fer samvæmt spá niður í 3,7%. Verðbólga fór hæst í 4,7% í mars og hefur nú hjaðnað. Í ljósi sterkrar krónu og minni hækkana á húsnæðisverði eru líkur á því að verðbólgan hjaðni enn frekar er líður á árið, segir í Morgunkorni greiningardeildarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×