Lífið

U2 og Pavarotti í samstarf

Írska hljómsveitin U2 ætlar að taka upp lag með stórtenórnum Luciano Pavarotti fyrir næstu smáskífu sína, Sometimes You Can´t Make it on Your Own. Um er að ræða lagið Ave Maria sem Bono, söngvari U2, og Pavarotti sungu saman á tónleikum á Ítalíu fyrir tveimur árum. Lagið verður að finna á b-hlið smáskífunnar. Á skífunni verður einnig endurhljóðblönduð útgáfa Trent Reznor af laginu Vertigo. U2 og Pavarotti unnu fyrst saman árið 1996 þegar þeir tóku upp lagið Miss Sarajevo. Var það gefið út á fyrstu og einu plötu Passengers, hliðarverkefnis U2.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.