Sport

Leikur til styrktar Asíubúum

FIFA og EUFA, Alþjóða- og evrópsku knattspyrnusamböndin, munu standa fyrir fótboltaleik til styrkar aðstandendum sem eiga um sárt að binda eftir hamfarirnar í Asíu. Leikurinn sem verður kallaður "Football for Hope" verður háður á Nou Camp leikvanginum í Barcelona 15. febrúar nk. Liðin tvö verða stjörnum prýdd og verður stjórnin í umsjá frægra kappa á borð við Frank Rijkaard og Arsene Wenger. Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sagði að ætlunin væri að styrkja gott málefni. "Við vonumst til að skilaboðin frá íþróttaheiminum séu skýr, að við séum alltaf tilbúin að hjálpa þegar svo ber undir," sagði Blatter.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×