Úr svínasúpu í blóðbað 14. janúar 2005 00:01 Bandaríski leikstjórinn Eli Roth skemmti sér á Íslandi yfir áramótin en notaði ferðina hingað einnig til þess að ræða við og prófa nokkurn fjölda íslenska leikara fyrir ódýra hryllingsmynd sem hann ætlar að hrista fram úr erminni á þessu ári. Myndin á að heita Hostel og fjallar um þrjá unga menn á pakpokaferðalagi um Evrópu en það vill svo skemmtilega til að einn þeirra er Íslendingur. Sá mun vera mikið partíljón og stuðbolti sem lætur móðan mása um landið sitt og slær að öllum líkindum um sig með alls konar íslenskum orðum á borð við "rjómaskyr", "lambakjöt", "brennivín" og "snípur" sem eru Eli afar hugleikin. Íslendingurinn mun vera ansi áberandi fyrsta þriðjung myndarinnar og á að vera skemmtilegasta persóna hennar. Örlög hans eru þó óljós en"hressi gaurinn" í hryllingsmyndum á það oftar en ekki til að drepast á subbulegan hátt. Ólafur Egill Egilsson, Björn Thors, Björgvin Franz Gíslason og Auðunn Blöndal eru á meðal þeirra sem Eli hitti að máli og mun Auðunn vera mjög líklegur til að hreppa hnossið enda virðist hlutverkið í fljótu bragði henta spaugaranum úr 70 mínútum og Svínasúpunni ákaflega vel. Eli Roth vakti verulega athygli með hryllingsmyndinni Cabin Fever en hann hugmyndina að þessu byrjendaverki sínu fékk hann eftir að hann dvaldi á bænum Ingólfshvoli í nágrenni Selfoss árið 1991. Cabin Fever þótti koma með ferska vinda inn í staðnaðan hryllingsmyndageirann árið 2002 og ekki minni menn en Peter Jackson, David Lynch og Quentin Tarantino hafa lofað Eli í hástert en það er einmitt að undirlagi Tarantinos sem Eli ákvað að drífa sig í að gera Hostel. Eli er með fjölmörg stórverkefni í gangi þar á meðal myndirnar Scavenger Hunt og endurgerð hrollvekjunnar The Bad Seed. Þetta eru stórar stúdíómyndir og hlutirnir í kringum þær gerast því hægt og þar sem Eli leiddist þófið skrifaði hann handritið að Hostel í snarhasti í nóvember og desember. Eftir að Tarantino hafði kíkt á það og hvatt hann til að taka myndina í einum grænum rauk Eli til Prag þar sem hann fann tökustaði og stefnir að því að byrja tökur í febrúar eða mars. Myndin verður gerð fyrir lítinn pening á milli stórverkefna en Eli hefur meðal annars sagt frá því í viðtali við Fréttablaðið að hryllingsmyndir eigi að vera ódýrar. Kraftur þeirra liggi í vanefnunum. Hjólin snúast hratt þegar Eli fer af stað og hann mun að öllum líkindum tilkynna um val á leikara í hlutverk Íslendingsins á næstu vikum enda stefnir hann á að frumsýna Hostel fyrir áramót. Menning Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Eli Roth skemmti sér á Íslandi yfir áramótin en notaði ferðina hingað einnig til þess að ræða við og prófa nokkurn fjölda íslenska leikara fyrir ódýra hryllingsmynd sem hann ætlar að hrista fram úr erminni á þessu ári. Myndin á að heita Hostel og fjallar um þrjá unga menn á pakpokaferðalagi um Evrópu en það vill svo skemmtilega til að einn þeirra er Íslendingur. Sá mun vera mikið partíljón og stuðbolti sem lætur móðan mása um landið sitt og slær að öllum líkindum um sig með alls konar íslenskum orðum á borð við "rjómaskyr", "lambakjöt", "brennivín" og "snípur" sem eru Eli afar hugleikin. Íslendingurinn mun vera ansi áberandi fyrsta þriðjung myndarinnar og á að vera skemmtilegasta persóna hennar. Örlög hans eru þó óljós en"hressi gaurinn" í hryllingsmyndum á það oftar en ekki til að drepast á subbulegan hátt. Ólafur Egill Egilsson, Björn Thors, Björgvin Franz Gíslason og Auðunn Blöndal eru á meðal þeirra sem Eli hitti að máli og mun Auðunn vera mjög líklegur til að hreppa hnossið enda virðist hlutverkið í fljótu bragði henta spaugaranum úr 70 mínútum og Svínasúpunni ákaflega vel. Eli Roth vakti verulega athygli með hryllingsmyndinni Cabin Fever en hann hugmyndina að þessu byrjendaverki sínu fékk hann eftir að hann dvaldi á bænum Ingólfshvoli í nágrenni Selfoss árið 1991. Cabin Fever þótti koma með ferska vinda inn í staðnaðan hryllingsmyndageirann árið 2002 og ekki minni menn en Peter Jackson, David Lynch og Quentin Tarantino hafa lofað Eli í hástert en það er einmitt að undirlagi Tarantinos sem Eli ákvað að drífa sig í að gera Hostel. Eli er með fjölmörg stórverkefni í gangi þar á meðal myndirnar Scavenger Hunt og endurgerð hrollvekjunnar The Bad Seed. Þetta eru stórar stúdíómyndir og hlutirnir í kringum þær gerast því hægt og þar sem Eli leiddist þófið skrifaði hann handritið að Hostel í snarhasti í nóvember og desember. Eftir að Tarantino hafði kíkt á það og hvatt hann til að taka myndina í einum grænum rauk Eli til Prag þar sem hann fann tökustaði og stefnir að því að byrja tökur í febrúar eða mars. Myndin verður gerð fyrir lítinn pening á milli stórverkefna en Eli hefur meðal annars sagt frá því í viðtali við Fréttablaðið að hryllingsmyndir eigi að vera ódýrar. Kraftur þeirra liggi í vanefnunum. Hjólin snúast hratt þegar Eli fer af stað og hann mun að öllum líkindum tilkynna um val á leikara í hlutverk Íslendingsins á næstu vikum enda stefnir hann á að frumsýna Hostel fyrir áramót.
Menning Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sjá meira