Skipulag snýst um lífsgæði 12. júní 2005 00:01 Framtíð í borgarskipulagi - Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Með það að markmiði að búa til enn betri Reykjavík hefur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins lagt fram metnaðarfullar hugmyndir um framtíðarþróun byggðar í Reykjavík. Hugmyndirnar fela í sér framsæknar áætlanir um verulega fjölgun íbúa; nægt framboð lóða með meiri fjölbreytileika í byggðinni; ný íbúðasvæði þar sem lögð er áhersla á að stækka borgina til vesturs; stórbættar samgöngur um alla borg; spennandi lausnir varðandi umhverfi og útivist, ásamt nýjum hugmyndum um hverfatorg í hverju hverfi, átak til eflingar miðborgar og ýmislegt fleira. Megintilgangur allra þessara hugmynda er að bæta lífsgæðin i borginni og bjóða nýjar leiðir til að tryggja íbúum fleiri tækifæri til að njóta lífsins í sínu nánasta umhverfi. Við ætlum á næstu mánuðum að bjóða borgarbúum að taka þátt í að móta þessar hugmyndir með okkur og hafa áhrif á frekari meðferð þeirra. Íbúaþing, hugmyndabanki og samstarf Þessar hugmyndir borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins hafa fengið frábærar viðtökur, um þær hefur skapast mikil og gagnleg umræða og ljóst að Reykvíkingar hafa lengi beðið raunverulegra og raunhæfra hugmynda um framtíðarþróun höfuðborgarinnar. Enn sem komið er eru þetta þó aðeins hugmyndir, enda var tilgangurinn ætið sá að leggja þær fram snemma og kalla eftir athugasemdum og ábendingum íbúa, en þróa í framhaldi af því tillögur sem lagðar verða fram í komandi borgarstjórnarkosningum. Þessu kalli okkar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur sannarlega verið vel svarað af Reykvíkingum, sem fjölmenntu á fyrsta íbúaþing okkar í Laugardal sl. fimmtudag þar sem vel á annað hundrað íbúa tóku þátt í skemmtilegum umræðum um framtíðarþróun byggðar í Reykjavík. Að auki hafa fjölmargir sent tillögur og ábendingar í hugmyndabanka á heimasíðu okkar, betriborg.is. Við vonumst eftir áframhaldandi samstarfi við íbúa og hlökkum til fleiri íbúaþinga sem haldin verða i öllum hverfum borgarinnar síðar í sumar. Búum til betri borg Alltof lengi hafa skipulagsmál í Reykjavík liðið fyrir skort á sýn fyrir framtíðina og ákvörðunum sem einkennst hafa af tilviljanakenndum bútasaum frá degi til dags. Reykvíkingar eiga skilið annað og meira og þeir eru greinilega reiðubúnir að leggja sitt af mörkum til að takast á við það stóra verkefni sem framtíðarþróun byggðar í Reykjavík er. Okkur sem í stjórnmálum störfum ber skylda til að mæta þessu verkefni og ganga í lið með íbúum borgarinnar, með það eitt að markmiði að mæta óskum og þörfum borgarbúa. Við ætlum að tryggja nægt framboð lóða; fjölga þeim valkostum sem íbúar hafa um byggingarland og húsagerðir; bæta samgöngur, m.a. með því að greiða fyrir umferð á helstu stofnæðum borgarinnar og með lagningu Sundabrautar alla leið. Einnig viljum við beita okkur fyrir spennandi lausnum til að njóta í ríkari mæli útivistar og umhverfis. Þannig getum við sannarlega bætt lífsgæði þeirra sem í Reykjavík búa nú og þeirra sem þar vilja búa í framtíðinni. Með þetta að markmiði getum við búið til betri borg – saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Framtíð í borgarskipulagi - Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Með það að markmiði að búa til enn betri Reykjavík hefur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins lagt fram metnaðarfullar hugmyndir um framtíðarþróun byggðar í Reykjavík. Hugmyndirnar fela í sér framsæknar áætlanir um verulega fjölgun íbúa; nægt framboð lóða með meiri fjölbreytileika í byggðinni; ný íbúðasvæði þar sem lögð er áhersla á að stækka borgina til vesturs; stórbættar samgöngur um alla borg; spennandi lausnir varðandi umhverfi og útivist, ásamt nýjum hugmyndum um hverfatorg í hverju hverfi, átak til eflingar miðborgar og ýmislegt fleira. Megintilgangur allra þessara hugmynda er að bæta lífsgæðin i borginni og bjóða nýjar leiðir til að tryggja íbúum fleiri tækifæri til að njóta lífsins í sínu nánasta umhverfi. Við ætlum á næstu mánuðum að bjóða borgarbúum að taka þátt í að móta þessar hugmyndir með okkur og hafa áhrif á frekari meðferð þeirra. Íbúaþing, hugmyndabanki og samstarf Þessar hugmyndir borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins hafa fengið frábærar viðtökur, um þær hefur skapast mikil og gagnleg umræða og ljóst að Reykvíkingar hafa lengi beðið raunverulegra og raunhæfra hugmynda um framtíðarþróun höfuðborgarinnar. Enn sem komið er eru þetta þó aðeins hugmyndir, enda var tilgangurinn ætið sá að leggja þær fram snemma og kalla eftir athugasemdum og ábendingum íbúa, en þróa í framhaldi af því tillögur sem lagðar verða fram í komandi borgarstjórnarkosningum. Þessu kalli okkar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur sannarlega verið vel svarað af Reykvíkingum, sem fjölmenntu á fyrsta íbúaþing okkar í Laugardal sl. fimmtudag þar sem vel á annað hundrað íbúa tóku þátt í skemmtilegum umræðum um framtíðarþróun byggðar í Reykjavík. Að auki hafa fjölmargir sent tillögur og ábendingar í hugmyndabanka á heimasíðu okkar, betriborg.is. Við vonumst eftir áframhaldandi samstarfi við íbúa og hlökkum til fleiri íbúaþinga sem haldin verða i öllum hverfum borgarinnar síðar í sumar. Búum til betri borg Alltof lengi hafa skipulagsmál í Reykjavík liðið fyrir skort á sýn fyrir framtíðina og ákvörðunum sem einkennst hafa af tilviljanakenndum bútasaum frá degi til dags. Reykvíkingar eiga skilið annað og meira og þeir eru greinilega reiðubúnir að leggja sitt af mörkum til að takast á við það stóra verkefni sem framtíðarþróun byggðar í Reykjavík er. Okkur sem í stjórnmálum störfum ber skylda til að mæta þessu verkefni og ganga í lið með íbúum borgarinnar, með það eitt að markmiði að mæta óskum og þörfum borgarbúa. Við ætlum að tryggja nægt framboð lóða; fjölga þeim valkostum sem íbúar hafa um byggingarland og húsagerðir; bæta samgöngur, m.a. með því að greiða fyrir umferð á helstu stofnæðum borgarinnar og með lagningu Sundabrautar alla leið. Einnig viljum við beita okkur fyrir spennandi lausnum til að njóta í ríkari mæli útivistar og umhverfis. Þannig getum við sannarlega bætt lífsgæði þeirra sem í Reykjavík búa nú og þeirra sem þar vilja búa í framtíðinni. Með þetta að markmiði getum við búið til betri borg – saman.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar