Erlent

Nýtt flugfélag stofnað í Færeyjum

FaroeJet, nýtt færeyskt flugfélag, hefur leigt sér farþegaþotu og tekur að óbreyttu til starfa í mars. Stefna eigendanna er að ná 30% markaðshlutdeild á flugleiðinni milli Voga og Kaupmannahafnar. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur verið einrátt markaðinum um skeið og má því búast við verðstríði á næstu mánuðum. Þetta er í þriðja sinn síðan 1987 sem Atlantic Airways fær samkeppni en önnur félög hafa alltaf farið á hausinn. Stjórnendur Atlantic Airways þess segja ekkert annað í stöðunni en að taka slaginn enn einu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×