Erlent

Annan reiður

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna kallaði breskan blaðamann stórt smábarn á blaðamannafundi í gærkvöldi. Blaðamaðurinn var að spyrja Annan spurninga, þegar eitthvað fór mjög fyrir brjóstið á honum og hann jós úr skálum reiði sinnar yfir blaðamanninn. Sagði hann stétt sinni til skammar og að hann hefði hegðað sér eins og smástrákur í mörg ár. Síðan neitaði hann að svara fleiri spurningum frá blaðamanninum. Síðasta ár hefur verið Annan afar erfitt, meðal annars vegna ásakana á hendur syni hans, og á fundinum í gær sagði aðalritarinn ljóst að eftirmaður sinn yrði að vera með harðan skráp. Hann sagðist ætla að nota síðasta ár sitt í embætti til að berjast gegn fátækt og ná í gegn ákveðnum breytingum á Sameinuðu Þjóðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×