Erlent

Tveir Palestínumenn féllu

Ísraelskir hermenn skutu tvo Palestínumenn til bana í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Hermennirnir gerðu áhlaup á hús meintra uppreisnarmanna og að sögn vitna hófu þeir skothríð á þrjá menn sem reyndu að flýja. Tveir létust, en ekkert er vitað um ástand þess þriðja. Á áttunda tímanum slösuðust svo fimm ísraelskir hermenn á Gaza þegar uppreisnarmenn skutu úr sprengjuvörpu á herstöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×