Sala bankanna verði rannsökuð 29. maí 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir greinar Fréttablaðsins um sölu ríkisbankanna staðfesta það sem Vinstri-grænir héldu fram um að pólitísku handafli hefði verið beitt við söluna. Hann segir greinarnar varpa skýrara ljósi á ýmislegt í ferlinu og telur nauðsynlegt að þetta mál verði kannað betur. "Mér finnst eðlilegt að það fari fram óháð og opinber rannsókn á þessum vinnubrögðum. Þetta eru svo alvarlegar ásakanir um ámælisverð vinnubrögð að þetta verður að rannsaka til hlítar og svipta af þessu leyndarhnjúpnum," segir Steingrímur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir greinar Fréttablaðsins renna stoðum undir það sem menn töldu sig vita að einkavæðingarferli bankanna hefði verið handstýrt af hálfu ráðherranna. Hún segir líka að fara þurfi betur ofan í saumana á málinu í framhaldinu. Þar horfir hún til fjárlaganefndar sem vinnur að rannsókn málsins að kröfu fulltrúa Samfylkingarinnar. "Ég tel að fjárlaganefnd eigi að halda yfirferð sinni um málið áfram og framhaldið ræðst síðan af því hvernig hún stendur að skoðun málsins og tekur á því sem rannsóknin leiðir í ljós." Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem sat í ráðherranefnd ríkisstjórnarinnar við undirbúning að sölu ríkisbankanna, vildi ekki tjá sig um skrif Fréttablaðsins um einkavæðingarferlið þegar eftir því var leitað en vísaði til pistils á heimasíðu sinni frá 18. apríl síðastliðnum. Ekki tókst að ná í Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra; aðstoðarmaður hans sagði hann úti á landi og ekki hægt að ná í hann. Sömu sögu var að segja af Davíð Oddssyni utanríkisráðherra, sem var í sumarbústað sínum. Þá tókst ekki heldur að hafa uppi á Geir H. Haarde fjármálaráðherra en hann var þó ekki utanbæjar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir greinar Fréttablaðsins um sölu ríkisbankanna staðfesta það sem Vinstri-grænir héldu fram um að pólitísku handafli hefði verið beitt við söluna. Hann segir greinarnar varpa skýrara ljósi á ýmislegt í ferlinu og telur nauðsynlegt að þetta mál verði kannað betur. "Mér finnst eðlilegt að það fari fram óháð og opinber rannsókn á þessum vinnubrögðum. Þetta eru svo alvarlegar ásakanir um ámælisverð vinnubrögð að þetta verður að rannsaka til hlítar og svipta af þessu leyndarhnjúpnum," segir Steingrímur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir greinar Fréttablaðsins renna stoðum undir það sem menn töldu sig vita að einkavæðingarferli bankanna hefði verið handstýrt af hálfu ráðherranna. Hún segir líka að fara þurfi betur ofan í saumana á málinu í framhaldinu. Þar horfir hún til fjárlaganefndar sem vinnur að rannsókn málsins að kröfu fulltrúa Samfylkingarinnar. "Ég tel að fjárlaganefnd eigi að halda yfirferð sinni um málið áfram og framhaldið ræðst síðan af því hvernig hún stendur að skoðun málsins og tekur á því sem rannsóknin leiðir í ljós." Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem sat í ráðherranefnd ríkisstjórnarinnar við undirbúning að sölu ríkisbankanna, vildi ekki tjá sig um skrif Fréttablaðsins um einkavæðingarferlið þegar eftir því var leitað en vísaði til pistils á heimasíðu sinni frá 18. apríl síðastliðnum. Ekki tókst að ná í Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra; aðstoðarmaður hans sagði hann úti á landi og ekki hægt að ná í hann. Sömu sögu var að segja af Davíð Oddssyni utanríkisráðherra, sem var í sumarbústað sínum. Þá tókst ekki heldur að hafa uppi á Geir H. Haarde fjármálaráðherra en hann var þó ekki utanbæjar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira