Úthafskarfi í hættu vegna ofveiði 29. maí 2005 00:01 Úthafskarfastofnarnir eru í hættu vegna ofveiði og ofveiðin leiðir til verðhruns á mörkuðum. Hvort tveggja er alvarlegt fyrir Íslendinga því að veiðarnar hafa skilað þjóðarbúinu þremur til fjórum milljörðum króna árlega. Á sama tíma eru sjóræningjar að útmá stofninn á Reykjaneshrygg. Úthafskarfastofnarnir eru tveir, annar heldur sig í efri lögum sjávar, hinn á meira dýpi. Þeir halda mikið til á mörkum íslensku lögsögunnar en fara stundum þar inn fyrir og þá sitja íslenskir togarar einir að þeim. Sjö af þeim rúmlega sextíu skipum sem nú eru á karfaveiðum á Reykjaneshrygg eru sjóræningjaskip og hafa engan kvóta. Hvaða áhrif hefur þetta á stofnana? Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir áhrifin tvenns konar. Sambandið telji að stofnarnir séu í hættu vegna ofveiði og því skipti miklu máli að þessar veiðar verði stöðvaðar. Þá hafi veiðarnar áhrif á markaðinn, en skipin veiði jafnvel tugi þúsunda tonna af karfa. En burtséð frá sjóræningjaskipunum, eru ekki of mörg skip með kvóta? Friðrik játar því og segir að verið sé að veiða umtalsvert magn á Reykjaneshryggnum. Á því sé tekið á vettvangi NEAFC, en þegar sjóræningjaveiðarnar bætist við versni ástandið enn. NEAFC er sáttmáli ríkja sem land eiga að Norðaustur-Atlantshafi. En hversu mikil áhrif hefur þessi ætlaða ofveiði á það hversu mikið Íslendingar veiða innan lögsögunnar? Friðrik alveg ljóst að þau áhrif séu mikil vegna þess að karfinn gangi inn í lögsöguna en þarna sé hann tekinn á línunnni. Þess vegna skipti miklu máli að Landhelgisgæslan sé á staðnum því skipin eigi það til að fara inn fyrir lögsögu Íslands. Landhelgisgæslan varð að fresta áætluðu eftirlitsflugi í gær en ætlar þess í stað á morgun að athuga aðstæður á miðunum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Úthafskarfastofnarnir eru í hættu vegna ofveiði og ofveiðin leiðir til verðhruns á mörkuðum. Hvort tveggja er alvarlegt fyrir Íslendinga því að veiðarnar hafa skilað þjóðarbúinu þremur til fjórum milljörðum króna árlega. Á sama tíma eru sjóræningjar að útmá stofninn á Reykjaneshrygg. Úthafskarfastofnarnir eru tveir, annar heldur sig í efri lögum sjávar, hinn á meira dýpi. Þeir halda mikið til á mörkum íslensku lögsögunnar en fara stundum þar inn fyrir og þá sitja íslenskir togarar einir að þeim. Sjö af þeim rúmlega sextíu skipum sem nú eru á karfaveiðum á Reykjaneshrygg eru sjóræningjaskip og hafa engan kvóta. Hvaða áhrif hefur þetta á stofnana? Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir áhrifin tvenns konar. Sambandið telji að stofnarnir séu í hættu vegna ofveiði og því skipti miklu máli að þessar veiðar verði stöðvaðar. Þá hafi veiðarnar áhrif á markaðinn, en skipin veiði jafnvel tugi þúsunda tonna af karfa. En burtséð frá sjóræningjaskipunum, eru ekki of mörg skip með kvóta? Friðrik játar því og segir að verið sé að veiða umtalsvert magn á Reykjaneshryggnum. Á því sé tekið á vettvangi NEAFC, en þegar sjóræningjaveiðarnar bætist við versni ástandið enn. NEAFC er sáttmáli ríkja sem land eiga að Norðaustur-Atlantshafi. En hversu mikil áhrif hefur þessi ætlaða ofveiði á það hversu mikið Íslendingar veiða innan lögsögunnar? Friðrik alveg ljóst að þau áhrif séu mikil vegna þess að karfinn gangi inn í lögsöguna en þarna sé hann tekinn á línunnni. Þess vegna skipti miklu máli að Landhelgisgæslan sé á staðnum því skipin eigi það til að fara inn fyrir lögsögu Íslands. Landhelgisgæslan varð að fresta áætluðu eftirlitsflugi í gær en ætlar þess í stað á morgun að athuga aðstæður á miðunum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira