Úthafskarfi í hættu vegna ofveiði 29. maí 2005 00:01 Úthafskarfastofnarnir eru í hættu vegna ofveiði og ofveiðin leiðir til verðhruns á mörkuðum. Hvort tveggja er alvarlegt fyrir Íslendinga því að veiðarnar hafa skilað þjóðarbúinu þremur til fjórum milljörðum króna árlega. Á sama tíma eru sjóræningjar að útmá stofninn á Reykjaneshrygg. Úthafskarfastofnarnir eru tveir, annar heldur sig í efri lögum sjávar, hinn á meira dýpi. Þeir halda mikið til á mörkum íslensku lögsögunnar en fara stundum þar inn fyrir og þá sitja íslenskir togarar einir að þeim. Sjö af þeim rúmlega sextíu skipum sem nú eru á karfaveiðum á Reykjaneshrygg eru sjóræningjaskip og hafa engan kvóta. Hvaða áhrif hefur þetta á stofnana? Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir áhrifin tvenns konar. Sambandið telji að stofnarnir séu í hættu vegna ofveiði og því skipti miklu máli að þessar veiðar verði stöðvaðar. Þá hafi veiðarnar áhrif á markaðinn, en skipin veiði jafnvel tugi þúsunda tonna af karfa. En burtséð frá sjóræningjaskipunum, eru ekki of mörg skip með kvóta? Friðrik játar því og segir að verið sé að veiða umtalsvert magn á Reykjaneshryggnum. Á því sé tekið á vettvangi NEAFC, en þegar sjóræningjaveiðarnar bætist við versni ástandið enn. NEAFC er sáttmáli ríkja sem land eiga að Norðaustur-Atlantshafi. En hversu mikil áhrif hefur þessi ætlaða ofveiði á það hversu mikið Íslendingar veiða innan lögsögunnar? Friðrik alveg ljóst að þau áhrif séu mikil vegna þess að karfinn gangi inn í lögsöguna en þarna sé hann tekinn á línunnni. Þess vegna skipti miklu máli að Landhelgisgæslan sé á staðnum því skipin eigi það til að fara inn fyrir lögsögu Íslands. Landhelgisgæslan varð að fresta áætluðu eftirlitsflugi í gær en ætlar þess í stað á morgun að athuga aðstæður á miðunum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Úthafskarfastofnarnir eru í hættu vegna ofveiði og ofveiðin leiðir til verðhruns á mörkuðum. Hvort tveggja er alvarlegt fyrir Íslendinga því að veiðarnar hafa skilað þjóðarbúinu þremur til fjórum milljörðum króna árlega. Á sama tíma eru sjóræningjar að útmá stofninn á Reykjaneshrygg. Úthafskarfastofnarnir eru tveir, annar heldur sig í efri lögum sjávar, hinn á meira dýpi. Þeir halda mikið til á mörkum íslensku lögsögunnar en fara stundum þar inn fyrir og þá sitja íslenskir togarar einir að þeim. Sjö af þeim rúmlega sextíu skipum sem nú eru á karfaveiðum á Reykjaneshrygg eru sjóræningjaskip og hafa engan kvóta. Hvaða áhrif hefur þetta á stofnana? Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir áhrifin tvenns konar. Sambandið telji að stofnarnir séu í hættu vegna ofveiði og því skipti miklu máli að þessar veiðar verði stöðvaðar. Þá hafi veiðarnar áhrif á markaðinn, en skipin veiði jafnvel tugi þúsunda tonna af karfa. En burtséð frá sjóræningjaskipunum, eru ekki of mörg skip með kvóta? Friðrik játar því og segir að verið sé að veiða umtalsvert magn á Reykjaneshryggnum. Á því sé tekið á vettvangi NEAFC, en þegar sjóræningjaveiðarnar bætist við versni ástandið enn. NEAFC er sáttmáli ríkja sem land eiga að Norðaustur-Atlantshafi. En hversu mikil áhrif hefur þessi ætlaða ofveiði á það hversu mikið Íslendingar veiða innan lögsögunnar? Friðrik alveg ljóst að þau áhrif séu mikil vegna þess að karfinn gangi inn í lögsöguna en þarna sé hann tekinn á línunnni. Þess vegna skipti miklu máli að Landhelgisgæslan sé á staðnum því skipin eigi það til að fara inn fyrir lögsögu Íslands. Landhelgisgæslan varð að fresta áætluðu eftirlitsflugi í gær en ætlar þess í stað á morgun að athuga aðstæður á miðunum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira