Innlent

Stefán Már sóknarprestur á Hofi

Stefán Már Gunnlaugsson var kjörinn sóknarprestur á Hofi í Vopnafirði með 58 prósentum atkvæða í almennum prestskostningum sem fram fóru í gær, laugardaginn 28. maí. Atkvæði voru talin í dag. Fimm sóttu um embættið en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka. Voru því fjórir í kjöri, séra Séra Brynhildur Óladóttir, Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur, Stefán Már Gunnlaugsson guðfræðingur og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræðingur. Stefán Már Gunnlaugsson lauk embættisprófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1999 og stundaði framhaldsnám við guðfræðideild Christian-Albrect Háskólans í Kiel 1999-2000. Hann hefur starfað sem fræðslufulltrúi á Biskupsstofu frá árinu 2000 og haft umsjón með unglingastarfi kirkjunnar og forvarnarmálum. Stefán er einnig verkefnastjóri Kirkjudaga 2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×