Erlent

Vill leyniþjónustuna líka burt

Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja ekki nóg að Sýrlendingar fari með herlið sitt burt frá Líbanon heldur eigi þeir líka að kalla allt leyniþjónustulið sitt heim. George Bush sagði í gær að leyniþjónusta Sýrlendinga hefði mikil áhrif á stjórnkerfið í Líbanon og því yrði að kalla hana burt með herliðinu. Bush sagði að bæði herliðið og leyniþjónustan yrðu að vera farin fyrir kosningar í landinu í lok maí ef mark ætti að vera á þeim takandi. Færi svo að stjórnvöld í Sýrlandi myndu skella skollaeyrum við þessari beiðni sagðist Bush ætla að ráðfæra sig við stuðningsþjóðir sínar um að grípa hugsanlega til aðgerða gegn Sýrlendingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×