Verðmæt stofnfjárbréf í SPH 27. apríl 2005 00:01 Hallarbyltingin í Sparisjóði Hafnarfjarðar (SPH) í síðustu viku tók á sig skýrari mynd á mánudaginn þegar tilkynnt var um að Magnús Ægir Magnússon, reyndur innanbúðarmaður, tæki við sparisjóðsstjórastöðunni af Birni Inga Sveinssyni sem hafði verið við stjórnvölinn í tæpa fjóra mánuði. Nýja stjórnin hefur boðað breytingar í rekstri sjóðsins og ætlar að stækka sjóðinn. Eru þessi stjóraskipti einn liður í þeim áætlunum. Aðeins 47 stofnfjáreigendur eru í SPH og hefur því verið hægara sagt en gert að komast inn í hópinn. Útvöldum Hafnfirðingum hefur verið boðið að gerast eigendur stofnfjár og litlar breytingar verða á hópnum. Uppfært stofnfé sjóðsins var um 15,4 milljónir í byrjun árs en eigið fé SPH var á sama tíma yfir þrír milljarðar króna. Gríðarleg verðmæti liggja því í þessum stofnfjárbréfum þar sem stofnfjáreigendur hafa öll yfirráð yfir SPH í hendi sér. Stofnfjárbréf í SPRON, sem gengið hafa kaupum og sölum á stofnfjármarkaði SPRON, hafa verið metin á 70 prósent af eigin fé sjóðsins. Meðaleign hvers stofnfjáreiganda í SPH er 330.000 krónur en það er ekkert óeðlilegt að meta þann hlut á um 45 milljónir króna og allt stofnféð á 2,1 milljarð. Það þýðir að stofnfjáreigandi í SPH sem lagði eina krónu til kaupa á stofnfjárbréfum fær 140 krónur í staðinn. Þegar þetta er haft í huga er stefna nýrrar stjórnar SPH, sem sér tækifæri í útrás og bættri rekstrarafkomu, vel skiljanleg. Bættur rekstur SPH getur skilað stofnfjáreigendum gríðarlegum ávinningi. Eigið fé sjóðsins hækkar en jafnframt er hægt að hækka stofnféð, annars vegar í formi arðgreiðslna og hins vegar með útgáfu nýs stofnfjár á genginu 1. Reksturinn hefur valdið vonbrigðum undanfarin ár þó að sjóðurinn hafi skilað hagnaði svo lengi sem elstu menn muna. Stærsta vandamál sjóðsins hefur verið gríðarlegt útlánatap og slök afkoma af hefðbundinni bankastarfsemi. Ný stjórn sér því tækifæri í því að bæta rekstur SPH með því að vinna betur í hinum hefðbundna bankarekstri, draga úr rekstrarkostnaði og vanda til verka í útlánamálum. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hallarbyltingin í Sparisjóði Hafnarfjarðar (SPH) í síðustu viku tók á sig skýrari mynd á mánudaginn þegar tilkynnt var um að Magnús Ægir Magnússon, reyndur innanbúðarmaður, tæki við sparisjóðsstjórastöðunni af Birni Inga Sveinssyni sem hafði verið við stjórnvölinn í tæpa fjóra mánuði. Nýja stjórnin hefur boðað breytingar í rekstri sjóðsins og ætlar að stækka sjóðinn. Eru þessi stjóraskipti einn liður í þeim áætlunum. Aðeins 47 stofnfjáreigendur eru í SPH og hefur því verið hægara sagt en gert að komast inn í hópinn. Útvöldum Hafnfirðingum hefur verið boðið að gerast eigendur stofnfjár og litlar breytingar verða á hópnum. Uppfært stofnfé sjóðsins var um 15,4 milljónir í byrjun árs en eigið fé SPH var á sama tíma yfir þrír milljarðar króna. Gríðarleg verðmæti liggja því í þessum stofnfjárbréfum þar sem stofnfjáreigendur hafa öll yfirráð yfir SPH í hendi sér. Stofnfjárbréf í SPRON, sem gengið hafa kaupum og sölum á stofnfjármarkaði SPRON, hafa verið metin á 70 prósent af eigin fé sjóðsins. Meðaleign hvers stofnfjáreiganda í SPH er 330.000 krónur en það er ekkert óeðlilegt að meta þann hlut á um 45 milljónir króna og allt stofnféð á 2,1 milljarð. Það þýðir að stofnfjáreigandi í SPH sem lagði eina krónu til kaupa á stofnfjárbréfum fær 140 krónur í staðinn. Þegar þetta er haft í huga er stefna nýrrar stjórnar SPH, sem sér tækifæri í útrás og bættri rekstrarafkomu, vel skiljanleg. Bættur rekstur SPH getur skilað stofnfjáreigendum gríðarlegum ávinningi. Eigið fé sjóðsins hækkar en jafnframt er hægt að hækka stofnféð, annars vegar í formi arðgreiðslna og hins vegar með útgáfu nýs stofnfjár á genginu 1. Reksturinn hefur valdið vonbrigðum undanfarin ár þó að sjóðurinn hafi skilað hagnaði svo lengi sem elstu menn muna. Stærsta vandamál sjóðsins hefur verið gríðarlegt útlánatap og slök afkoma af hefðbundinni bankastarfsemi. Ný stjórn sér því tækifæri í því að bæta rekstur SPH með því að vinna betur í hinum hefðbundna bankarekstri, draga úr rekstrarkostnaði og vanda til verka í útlánamálum.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira