ALCAN svarar ásökunum starfsmanna 30. desember 2005 20:30 Forsvarsmenn Alcan hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir mótmæla fullyrðingum og ásökunum starfsmanna í garð fyrirtækisins og segja þær einfaldlega rangar. Fréttatilkynning Alcan Fréttatilkynningin er svohljóðandi:30. desember 2005FréttatilkynningAlcan í Straumsvík vill mótmæla þeim fullyrðingum og ásökunum í garð félagsins og öryggisfulltrúa þess sem fram koma á heimasíðu Rafiðnaðarsambands Íslands og í yfirlýsingu sem dreift hefur verið til fjölmiðla í dag. Þær eru einfaldlega rangar.Ómaklega er vegið að öryggisfulltrúa okkar, Halldóri Halldórssyni. Hann hefur unnið þrekvirki fyrir okkar starfsmenn með því að fá menn til að hugsa um öryggismál af alvöru og náð þeim ótrúlega árangri að fjarveruslysum hefur fækkað úr meira en 50 á ári niður í ekki neitt í ár. Þetta er gert með hag starfsmanna okkar að leiðarljósi og markmiðið er að allir komi jafnheilir heim úr vinnu og þeir komu í hana.Slysaskýrslur eru aldrei unnar af einum manni, þar koma margir að og m.a. sá aðili sem varð fyrir óhappi og hann samþykkir skýrsluna með undirskrift sinni. Slíkar skýrslur eru ekki gerðar til að koma sök á einn eða neinn heldur til að læra af og koma í veg fyrir að óhöpp endurtaki sig.Engum starfsmanni Alcan er sagt upp af tilefnislausu. Slíkt á sér ætið aðdraganda og er ekki gert nema að vel athuguðu máli. Uppsögn er í okkar augum mjög alvarlegt mál en getur því miður stundum verið óumflýjanleg ef starfsmaður á ekki lengur samleið með fyrirtækinu.Vinnulag við uppsögn er breytilegt frá einu tilfelli til annars en þess er ætíð gætt að uppfylla ákvæði samnings og öll lög og reglur sem hér gilda.Starfsmanni sem sagt hefur verið upp er ekki bannað að sækja persónulega muni né kveðja vinnufélaga enda væri það út í hött. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að það er heppilegast fyrir viðkomandi að fá að fara heim beint eftir uppsögn.Alcan í Straumsvík er 500 manna vinnustaður. Hér vinna eingöngu Íslendingar og starfsmannavelta er nánast engin. Starfsaldur telst í áratugum en ekki árum eða mánuðum eins og hjá mörgum fyrirtækjum í dag. Nýleg starfsmannkönnun sannar að yfirgnæfandi meirihluti okkar starfsmanna ber fullt traust til fyrirtækisins og stjórnenda þess. Þeir eru stoltir af því að vera starfsmenn Alcan og vilja ekki vinna hjá öðrum.Sigurður Þór Ásgeirsson Fjármálastjóri Alcan á ÍslandiStarfsmenn Alcan mjög óánægðirÁ hádegi í dag sendu starfsmenn Alcan frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir gagnrýna harðlega forystu fyrirtækisins. Tilkynningin er svohljóðandi:Vinnustaðafundur með starfsmönnum aðalverkstæðis Ísal / Alcan haldinn 30. des. 2005Fundur starfsmanna á aðalverkstæði Ísal / Alcan í Straumsvík haldinn 30. desember lýsir megnri andstyggð á þeirri starfsmannastefnu fyrirtækisins sem kemur fram í tilefnislausum uppsögnum starfsmanna sem unnið hafa farsælt starf í fjölda ára fyrir fyrirtækið og ógeðfelldum aðferðum við brottrekstur.Í gær var enn einum vinnufélaga okkar sagt upp störfum fyrirvaralaust og án þess að hann fengi nokkra skýringu á ástæðu uppsagnar þó eftir því væri leitað. Aðferðin sem Ísal / Alcan hefur beitt frá því að samningar voru gerðir við uppsagnir gagnvart þeim sem ekki eru þóknanlegir yfirmönnum er þessi: Starfsmaður er boðaður fyrirvaralaust á fund yfirmanns og starfsmannastjóra og tilkynnt um brottrekstur sem komi tafarlaust til framkvæmda. Starfsmaður fær enga skýringu á uppsögn þó eftir því sé leitað. Starfsmanni er bannað að fara á vinnustað sinn til að sækja persónulega muni og kveðja vinnufélaga. Starfsmanni er skipað að yfirgefa umráðasvæði fyrirtækisins þegar í stað og það er framkvæmt undir eftirliti fulltrúa þess.Þessi framkoma stjórnenda fyrirtækisins hefur valdið miklum ugg meðal starfsmanna um atvinnuöryggi og að þeir verði einnig meðhöndlaðir sem brotamenn ef skoðanir þeirra falla ekki í geð yfirmanna.Fundurinn bendir á að með þessari uppsagnaraðferð er fyrirtækið að ganga þvert á skrifaða stefnu fyrirtækisins og þar að auki að brjóta gerðan kjarasamning. Með gerðum sínum hefur fyrirtækið brotið gegn eftirfarandi yfirlýsingu sem er hluti af kjarasamningi milli aðila. "Stefna Ísal er að við uppsögn starfsmanns skal fylgt þeirri starfsreglu að gefa viðkomandi kost á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar." Með þessari yfirlýsingu tekur fyrirtækið á sig skyldu til að greina starfsmanni frá ástæðum uppsagnar sem jafnframt leiðir til þess að um málefnanlegar uppsagnarástæður þarf að vera.Fundurinn skorar á fyrirtækið að hætta þegar í stað ógeðfelldum uppsagnaraðferðum og fylgja eigin starfsreglum í samskiptum við starfsmenn í samræmi við gefnar yfirlýsingar í tengslum við kjarasamninga. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Forsvarsmenn Alcan hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir mótmæla fullyrðingum og ásökunum starfsmanna í garð fyrirtækisins og segja þær einfaldlega rangar. Fréttatilkynning Alcan Fréttatilkynningin er svohljóðandi:30. desember 2005FréttatilkynningAlcan í Straumsvík vill mótmæla þeim fullyrðingum og ásökunum í garð félagsins og öryggisfulltrúa þess sem fram koma á heimasíðu Rafiðnaðarsambands Íslands og í yfirlýsingu sem dreift hefur verið til fjölmiðla í dag. Þær eru einfaldlega rangar.Ómaklega er vegið að öryggisfulltrúa okkar, Halldóri Halldórssyni. Hann hefur unnið þrekvirki fyrir okkar starfsmenn með því að fá menn til að hugsa um öryggismál af alvöru og náð þeim ótrúlega árangri að fjarveruslysum hefur fækkað úr meira en 50 á ári niður í ekki neitt í ár. Þetta er gert með hag starfsmanna okkar að leiðarljósi og markmiðið er að allir komi jafnheilir heim úr vinnu og þeir komu í hana.Slysaskýrslur eru aldrei unnar af einum manni, þar koma margir að og m.a. sá aðili sem varð fyrir óhappi og hann samþykkir skýrsluna með undirskrift sinni. Slíkar skýrslur eru ekki gerðar til að koma sök á einn eða neinn heldur til að læra af og koma í veg fyrir að óhöpp endurtaki sig.Engum starfsmanni Alcan er sagt upp af tilefnislausu. Slíkt á sér ætið aðdraganda og er ekki gert nema að vel athuguðu máli. Uppsögn er í okkar augum mjög alvarlegt mál en getur því miður stundum verið óumflýjanleg ef starfsmaður á ekki lengur samleið með fyrirtækinu.Vinnulag við uppsögn er breytilegt frá einu tilfelli til annars en þess er ætíð gætt að uppfylla ákvæði samnings og öll lög og reglur sem hér gilda.Starfsmanni sem sagt hefur verið upp er ekki bannað að sækja persónulega muni né kveðja vinnufélaga enda væri það út í hött. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að það er heppilegast fyrir viðkomandi að fá að fara heim beint eftir uppsögn.Alcan í Straumsvík er 500 manna vinnustaður. Hér vinna eingöngu Íslendingar og starfsmannavelta er nánast engin. Starfsaldur telst í áratugum en ekki árum eða mánuðum eins og hjá mörgum fyrirtækjum í dag. Nýleg starfsmannkönnun sannar að yfirgnæfandi meirihluti okkar starfsmanna ber fullt traust til fyrirtækisins og stjórnenda þess. Þeir eru stoltir af því að vera starfsmenn Alcan og vilja ekki vinna hjá öðrum.Sigurður Þór Ásgeirsson Fjármálastjóri Alcan á ÍslandiStarfsmenn Alcan mjög óánægðirÁ hádegi í dag sendu starfsmenn Alcan frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir gagnrýna harðlega forystu fyrirtækisins. Tilkynningin er svohljóðandi:Vinnustaðafundur með starfsmönnum aðalverkstæðis Ísal / Alcan haldinn 30. des. 2005Fundur starfsmanna á aðalverkstæði Ísal / Alcan í Straumsvík haldinn 30. desember lýsir megnri andstyggð á þeirri starfsmannastefnu fyrirtækisins sem kemur fram í tilefnislausum uppsögnum starfsmanna sem unnið hafa farsælt starf í fjölda ára fyrir fyrirtækið og ógeðfelldum aðferðum við brottrekstur.Í gær var enn einum vinnufélaga okkar sagt upp störfum fyrirvaralaust og án þess að hann fengi nokkra skýringu á ástæðu uppsagnar þó eftir því væri leitað. Aðferðin sem Ísal / Alcan hefur beitt frá því að samningar voru gerðir við uppsagnir gagnvart þeim sem ekki eru þóknanlegir yfirmönnum er þessi: Starfsmaður er boðaður fyrirvaralaust á fund yfirmanns og starfsmannastjóra og tilkynnt um brottrekstur sem komi tafarlaust til framkvæmda. Starfsmaður fær enga skýringu á uppsögn þó eftir því sé leitað. Starfsmanni er bannað að fara á vinnustað sinn til að sækja persónulega muni og kveðja vinnufélaga. Starfsmanni er skipað að yfirgefa umráðasvæði fyrirtækisins þegar í stað og það er framkvæmt undir eftirliti fulltrúa þess.Þessi framkoma stjórnenda fyrirtækisins hefur valdið miklum ugg meðal starfsmanna um atvinnuöryggi og að þeir verði einnig meðhöndlaðir sem brotamenn ef skoðanir þeirra falla ekki í geð yfirmanna.Fundurinn bendir á að með þessari uppsagnaraðferð er fyrirtækið að ganga þvert á skrifaða stefnu fyrirtækisins og þar að auki að brjóta gerðan kjarasamning. Með gerðum sínum hefur fyrirtækið brotið gegn eftirfarandi yfirlýsingu sem er hluti af kjarasamningi milli aðila. "Stefna Ísal er að við uppsögn starfsmanns skal fylgt þeirri starfsreglu að gefa viðkomandi kost á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar." Með þessari yfirlýsingu tekur fyrirtækið á sig skyldu til að greina starfsmanni frá ástæðum uppsagnar sem jafnframt leiðir til þess að um málefnanlegar uppsagnarástæður þarf að vera.Fundurinn skorar á fyrirtækið að hætta þegar í stað ógeðfelldum uppsagnaraðferðum og fylgja eigin starfsreglum í samskiptum við starfsmenn í samræmi við gefnar yfirlýsingar í tengslum við kjarasamninga.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira