Erlent

16 ára nemi á Flórída fór til Írak til að kynna sér ásandið það

Farris Hassan er sextán ára nemi frá Flórída með mikinn áhuga á fréttamennsku. Svo mikinn að í jólafríinu ákvað hann að sökkva sér ofan í viðfangsefni sitt. Það væri ekki í frásögur færandi væri viðfangsefnið ekki Írak. Farris keypti sér flugmiða án vitundar foreldra sinna og skrópaði í skóla til að kynna sér ástandið frá fyrstu hendi. Eftir ferðalag um Kúveit og Líbanon komst Farris til Bagdad þar sem hann dvaldi í nokkra daga. Eftir tvær nætur í borginni birtist hann hjá skrifstofu AP-fréttaþjónustunnar í borginni og tilkynnti að hann væri í landinu til að kynna sér ástandið og vinna að mannúðarmálum. Hinir reyndu fréttahaukar hjá AP segjast aldrei hafa lent í öðru eins á stríðsátakasvæði og það er ljóst að Farris var í bráðri lífshættu. Til að mynda sprungu sex bílsprengjur í Bagdad daginn sem hann kom þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×