Baráttan um rektorsembættið 2. mars 2005 00:01 Það lá ljómandi vel á fjórmenningunum þegar slegið var á þráðinn til þeirra í gær. Allir hafa þeir mikið að gera - meira en vanalega - því tímafrek kosningabaráttan bætist við hefðbundnar skyldur við kennslu og rannsóknir. Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir eru sammála um að kosningabaráttan sé skemmtileg. Þau eru líka sammála um að málefnaleg umræða um stöðu og framtíð Háskóla Íslands hafi farið fram og Einar Stefánsson segir umræðuna gagnast skólanum, sama hver úrslit kosninganna verða. "Við höfum átt ágæta og þarfa umræðu um framtíð skólans og ég held ég megi segja að hvert okkar sem verður nú ofan á muni njóta þess að hafa átt þessi samtöl. Þetta er í raun stefnumótunarumræða fyrir skólann." Flestum ber þeim saman um að talsverður áhugi sé á rektorskosningunum innan Háskólasamfélagsins en rétt innan við tíu þúsund manns eru á kjörskrá. Eins og gengur með kosningar almennt er þó misjafnt hversu brennandi áhuginn er. "Ég finn fyrir miklum áhuga, bæði á kjörinu sjálfu og ekki síður á umræðunum um málefni Háskólans, sem er mikilsvert," segir Jón Torfi Jónasson og Ágúst Einarsson tekur í svipaðan streng. "Það er heilmikill áhugi og ýmis áhugaverð mál hafa komið upp," segir hann. Öll hafa þau fjögur starfað lengi innan veggja Háskólans og þekkja þar flesta króka og kima. Kristín Ingólfsdóttir segir að engu að síður hafi fundahöld og samtöl við nemendur og kennara upp á síðkastið komið sér til góða. "Ég hef séð stofnunina í nýju ljósi og með heimsóknum í deildir og viðtölum við starfsfólk, kennara og nemendur hef ég sannfærst enn betur en áður um hve mögnuð stofnunin er." Ágúst Einarsson hefur háð kosningabaráttu á pólitíska sviðinu þar sem harkan ríður oft húsum. Hann segir þetta tvennt ólíkt. "Þetta er ekki sambærilegt við stjórnmálakosningabaráttu. Þetta er allt á kurteislegum nótum og mun málefnalegra." Hann bætir þó við að engu að síður sé tekist á. Og það er skiljanlegt, eftir nokkru er jú að slægjast; æðsta embætti þeirrar stofnunar sem án efa er æðst á sviði mennta og fræðslu á Íslandi. Þegar aðeins sjö dagar eru þar til kjörið fer fram meta allir frambjóðendurnir stöðu sína sterka. "Ég finn góða strauma og meðbyr en þar er auðvitað ekki á vísan að róa," segir Ágúst. "Ég finn mikinn stuðning og meðbyr og er þakklát fyrir það," segir Kristín. "Mér finnst ég hafa mikinn stuðning vísindasamfélagsins í skólanum, þeirra sem leggja áherslu á vísindi og akademískan metnað," segir Einar. "Ég finn fyrir stuðningi og meðbyr og það berast góðir straumar til mín," segir Jón Torfi. Kosið er fimmtudaginn 10. mars og eru 9.845 á kjörskrá. Vægi atkvæða er misjafnt eftir stöðu fólks við Háskólann. Hljóti enginn frambjóðendanna meirihluta atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu fimmtudaginn 17. mars. Ágúst Einarsson.MYND/VilhelmEinar Stefánsson.MYND/VilhelmJón Torfi Jónasson.MYND/VilhelmKristín Ingólfsdóttir.MYND/Vilhelm Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Það lá ljómandi vel á fjórmenningunum þegar slegið var á þráðinn til þeirra í gær. Allir hafa þeir mikið að gera - meira en vanalega - því tímafrek kosningabaráttan bætist við hefðbundnar skyldur við kennslu og rannsóknir. Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir eru sammála um að kosningabaráttan sé skemmtileg. Þau eru líka sammála um að málefnaleg umræða um stöðu og framtíð Háskóla Íslands hafi farið fram og Einar Stefánsson segir umræðuna gagnast skólanum, sama hver úrslit kosninganna verða. "Við höfum átt ágæta og þarfa umræðu um framtíð skólans og ég held ég megi segja að hvert okkar sem verður nú ofan á muni njóta þess að hafa átt þessi samtöl. Þetta er í raun stefnumótunarumræða fyrir skólann." Flestum ber þeim saman um að talsverður áhugi sé á rektorskosningunum innan Háskólasamfélagsins en rétt innan við tíu þúsund manns eru á kjörskrá. Eins og gengur með kosningar almennt er þó misjafnt hversu brennandi áhuginn er. "Ég finn fyrir miklum áhuga, bæði á kjörinu sjálfu og ekki síður á umræðunum um málefni Háskólans, sem er mikilsvert," segir Jón Torfi Jónasson og Ágúst Einarsson tekur í svipaðan streng. "Það er heilmikill áhugi og ýmis áhugaverð mál hafa komið upp," segir hann. Öll hafa þau fjögur starfað lengi innan veggja Háskólans og þekkja þar flesta króka og kima. Kristín Ingólfsdóttir segir að engu að síður hafi fundahöld og samtöl við nemendur og kennara upp á síðkastið komið sér til góða. "Ég hef séð stofnunina í nýju ljósi og með heimsóknum í deildir og viðtölum við starfsfólk, kennara og nemendur hef ég sannfærst enn betur en áður um hve mögnuð stofnunin er." Ágúst Einarsson hefur háð kosningabaráttu á pólitíska sviðinu þar sem harkan ríður oft húsum. Hann segir þetta tvennt ólíkt. "Þetta er ekki sambærilegt við stjórnmálakosningabaráttu. Þetta er allt á kurteislegum nótum og mun málefnalegra." Hann bætir þó við að engu að síður sé tekist á. Og það er skiljanlegt, eftir nokkru er jú að slægjast; æðsta embætti þeirrar stofnunar sem án efa er æðst á sviði mennta og fræðslu á Íslandi. Þegar aðeins sjö dagar eru þar til kjörið fer fram meta allir frambjóðendurnir stöðu sína sterka. "Ég finn góða strauma og meðbyr en þar er auðvitað ekki á vísan að róa," segir Ágúst. "Ég finn mikinn stuðning og meðbyr og er þakklát fyrir það," segir Kristín. "Mér finnst ég hafa mikinn stuðning vísindasamfélagsins í skólanum, þeirra sem leggja áherslu á vísindi og akademískan metnað," segir Einar. "Ég finn fyrir stuðningi og meðbyr og það berast góðir straumar til mín," segir Jón Torfi. Kosið er fimmtudaginn 10. mars og eru 9.845 á kjörskrá. Vægi atkvæða er misjafnt eftir stöðu fólks við Háskólann. Hljóti enginn frambjóðendanna meirihluta atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu fimmtudaginn 17. mars. Ágúst Einarsson.MYND/VilhelmEinar Stefánsson.MYND/VilhelmJón Torfi Jónasson.MYND/VilhelmKristín Ingólfsdóttir.MYND/Vilhelm
Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira