Fleiri Norðmenn fá hermannaveiki 24. maí 2005 00:01 Heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa verulegar áhyggjur af hermannaveikifaraldrinum sem kominn er upp í bænum Friðriksstað skammt sunnan við Osló. Um 30 manns hafa veikst og þar af hafa fimm látist. Veikin gaus upp á Østfold-svæðinu um helgina en nú leikur grunur á að hún sé að skjóta upp kollinum víðar. Þannig var kona lögð inn á sjúkrahús í Drammen í gær sem er mun nær Osló og er staðfest að hún er með hermannaveiki. Það sem veldur norskum yfirvöldum mestu hugarangri er að uppspretta veikinnar hefur ekki fundist og er allt kapp lagt á að finna hana, en athyglin beinist fyrst og fremst að stórum byggingum í Friðriksstað og nágrenni. Nokkur uggur er í norskum almenningi; þannig var stórt verslunarhús í Friðriksstað meira og minna mannlaust í gær eftir að orðrómur komst á kreik um að fólk hefði smitast eftir komu þangað. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir að Landlæknisembættið geri engar sérstakar ráðstafanir vegna hermannaveikinnar. "En ef einhver er að koma hingað frá þessu svæði og fær einhver einkenni, höfuðverk, hita, slappleika og hósta, á hann auðvitað að leita læknis," segir Haraldur. Hann leggur áherslu á að hermannaveikin smitist ekki manna milli þannig að engin hætta sé á að veikin breiðist út. "Þetta er í sjálfu sér alls ekki sjaldgæfur sjúkdómur, það er bara við svona kringumstæður þegar þetta nær að magnast upp og verða að hópsýkingu að veikin vekur sérstaka athygli," segir hann. Hér á landi hafa orðið einstaka tilfelli um hermannaveiki árlega en hópsýkingar hafa ekki komið upp síðan fyrir tíu til fimmtán árum. "Þá komu upp nokkur sýkingarvandamál á Landspítalanum og það tókst að finna bakteríur í sturtuhausum sem gátu skýrt málið og menn komust fljótt fyrir þetta," segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir. Fréttir Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa verulegar áhyggjur af hermannaveikifaraldrinum sem kominn er upp í bænum Friðriksstað skammt sunnan við Osló. Um 30 manns hafa veikst og þar af hafa fimm látist. Veikin gaus upp á Østfold-svæðinu um helgina en nú leikur grunur á að hún sé að skjóta upp kollinum víðar. Þannig var kona lögð inn á sjúkrahús í Drammen í gær sem er mun nær Osló og er staðfest að hún er með hermannaveiki. Það sem veldur norskum yfirvöldum mestu hugarangri er að uppspretta veikinnar hefur ekki fundist og er allt kapp lagt á að finna hana, en athyglin beinist fyrst og fremst að stórum byggingum í Friðriksstað og nágrenni. Nokkur uggur er í norskum almenningi; þannig var stórt verslunarhús í Friðriksstað meira og minna mannlaust í gær eftir að orðrómur komst á kreik um að fólk hefði smitast eftir komu þangað. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir að Landlæknisembættið geri engar sérstakar ráðstafanir vegna hermannaveikinnar. "En ef einhver er að koma hingað frá þessu svæði og fær einhver einkenni, höfuðverk, hita, slappleika og hósta, á hann auðvitað að leita læknis," segir Haraldur. Hann leggur áherslu á að hermannaveikin smitist ekki manna milli þannig að engin hætta sé á að veikin breiðist út. "Þetta er í sjálfu sér alls ekki sjaldgæfur sjúkdómur, það er bara við svona kringumstæður þegar þetta nær að magnast upp og verða að hópsýkingu að veikin vekur sérstaka athygli," segir hann. Hér á landi hafa orðið einstaka tilfelli um hermannaveiki árlega en hópsýkingar hafa ekki komið upp síðan fyrir tíu til fimmtán árum. "Þá komu upp nokkur sýkingarvandamál á Landspítalanum og það tókst að finna bakteríur í sturtuhausum sem gátu skýrt málið og menn komust fljótt fyrir þetta," segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir.
Fréttir Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira