Aukinn stuðningur geri bæinn betri 24. maí 2005 00:01 Fyrsta verk Gunnars Einarssonar, nýs bæjarstjóra í Garðabæ, var að tilkynna um auknar niðurgreiðslur með börnum hjá dagforeldrum og í einkareknum leikskólum. Tímamótaskref til að gera bæinn betri, segir Gunnar. Við bæjarstjóraskiptin afhenti Ásdís Halla Bragadóttir, fráfarandi bæjarstjóri og verðandi forstjóri BYKO, Gunnari völuskrín úr svínaþvagblöðru sem hún sagði að innihéldi lykil að verkefnum bæjarstjórnar. Að því loknu greindi nýi bæjarstjórinn frá samþykkt bæjarstjórnar um breytingar á gjaldskrám vegna þjónustu dagforeldra og einkarekinna leik- og grunnskóla þar sem markmiðið er að stuðla enn frekar að valfrelsi, jafnrétti og fjölbreytni. Samkvæmt breytingunum hækka niðurgreiðslur með börnum hjá dagforeldrum úr 11 þúsund krónur í 40 þúsund krónur á mánuði frá eins árs aldri. Niðurgreiðslur með börnum í einkareknum leikskólum hækka úr 33 þúsund krónum í rúmlega 38 þúsund og hefjast greiðslur frá eins árs aldri í stað eins og hálf árs áður. Þá verður tekinn upp systkynaafsláttur þannig að foreldrar fái afslátt fyrir barn á leikskóla eigi það annað systkin sem er hjá dagforeldri. Greiðslur með börnum í einkareknum grunnskólum hækka samkvæmt breytingunum úr rúmlega 400 þúsund krónum í rúmlega 500 þúsund. Gunnar segir að bæjaryfirvöld séu fyrst og fremst að hugsa um vellíðan íbúanna og þau lífsgæði sem þau vilji skapa í Garðabæ. Þau séu mikil en bæjarstjórnin vilji gera enn betur. Gunnar segir enn fremur að um tímamótaskref sé að ræða því verið sé hefja greiðslur frá eins árs aldri, sem sé metnaðarfullt, ásamt því að ýta undir fleiri rekstarform. Bærinn vilji draga fram dagforeldra sem góðan kost. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Fyrsta verk Gunnars Einarssonar, nýs bæjarstjóra í Garðabæ, var að tilkynna um auknar niðurgreiðslur með börnum hjá dagforeldrum og í einkareknum leikskólum. Tímamótaskref til að gera bæinn betri, segir Gunnar. Við bæjarstjóraskiptin afhenti Ásdís Halla Bragadóttir, fráfarandi bæjarstjóri og verðandi forstjóri BYKO, Gunnari völuskrín úr svínaþvagblöðru sem hún sagði að innihéldi lykil að verkefnum bæjarstjórnar. Að því loknu greindi nýi bæjarstjórinn frá samþykkt bæjarstjórnar um breytingar á gjaldskrám vegna þjónustu dagforeldra og einkarekinna leik- og grunnskóla þar sem markmiðið er að stuðla enn frekar að valfrelsi, jafnrétti og fjölbreytni. Samkvæmt breytingunum hækka niðurgreiðslur með börnum hjá dagforeldrum úr 11 þúsund krónur í 40 þúsund krónur á mánuði frá eins árs aldri. Niðurgreiðslur með börnum í einkareknum leikskólum hækka úr 33 þúsund krónum í rúmlega 38 þúsund og hefjast greiðslur frá eins árs aldri í stað eins og hálf árs áður. Þá verður tekinn upp systkynaafsláttur þannig að foreldrar fái afslátt fyrir barn á leikskóla eigi það annað systkin sem er hjá dagforeldri. Greiðslur með börnum í einkareknum grunnskólum hækka samkvæmt breytingunum úr rúmlega 400 þúsund krónum í rúmlega 500 þúsund. Gunnar segir að bæjaryfirvöld séu fyrst og fremst að hugsa um vellíðan íbúanna og þau lífsgæði sem þau vilji skapa í Garðabæ. Þau séu mikil en bæjarstjórnin vilji gera enn betur. Gunnar segir enn fremur að um tímamótaskref sé að ræða því verið sé hefja greiðslur frá eins árs aldri, sem sé metnaðarfullt, ásamt því að ýta undir fleiri rekstarform. Bærinn vilji draga fram dagforeldra sem góðan kost.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira