Viðskipti innlent

Samskip auka hlutafé

Á næsta stjórnarfundi Samskipa verður tekin ákvörðun um að auka hlutafé félagsins um allt að fjóra milljarða króna til að fylgja eftir útrás þess. Boðað verður til hluthafafundar í kjölfar stjórnarfundar. Eigið fé Samskipa var um 2,7 milljarðar samkvæmt síðasta ársuppgjöri. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa og stærsti hluthafi Kers, sem er leiðandi hluthafi í Samskipum, segir að félagið hafi alltaf stefnt að því að halda um 40 prósenta eiginfjárhlutfalli "Við munum ekki skrá félagið á markað á næsta ári," segir Ólafur aðspurður um hvort fyrirtækið verði sett á hlutabréfamarkað. "Það skiptir máli við svona breytingar að hafa frið en við erum í miklu umbreytingarferli." Velta Samskipa er áætluð um 45 milljarðar króna á þessu ári en var 23 milljarðar á liðnu ári. Félagið rekur 49 skrifstofur í 21 landi og starfsmenn þess eru 1.300 talsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×