Flensa berist varla með farfuglum 24. maí 2005 00:01 Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, telur hverfandi líkur á að fuglaflensa berist hingað til lands með farfuglum. Hann segir að berist fregnir af því að flensan sé farin að smitast manna á milli, verði viðbragðsáætlun strax sett í gang. Karlmaður í Víetnam dó í gær úr fuglaflensu og hafa nú 54 látist vegna hennar í Asíu. Haraldur Briem sóttvarnalæknir var gestur Íslands í bítið í morgun. Hann var meðal annars spurður að því hverjar líkurnar væru á því að flensan bærist hingað til lands. Haraldur sagði að það væri ekki vitað. Menn hefðu hins vegar áhyggjur af því að í Suðaustur-Asíu væri fuglaflensan viðvarandi. Á Vesturlöndum hefðu menn náð tökum á henni og drepið sýkta fugla en í Suðaustur-Asíu hefði veikin gengið árum saman, í raun síðan 1997 þegar fuglaflensan var í Hong Kong. Jarle Reiersen, dýralæknir alifuglasjúkdóma, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að farfuglar gætu borið fuglaflensu hingað til lands og minnti á að hún hefði fundist í urtönd í Mývatnssveit árið 1980. Fuglaflensa gæti leynst í fugli hér á landi án þess að menn vissu. Haraldur hefur ekki mikla trú á að fuglaflensa smitist í menn með farfuglum. Hann segir hana líklegri til að koma með fólki þegar og ef veikin fari að berast milli manna. Þannig muni hún berast um heiminn. Líkurnar á því að fólk hér á landi smitist af fuglum séu hverfandi litlar. Það séu allt öðruvísi aðstæður í fjölmennum ríkjum eins og í Suðaustur-Asíu þar sem návist við dýr sé mun meiri en hér á landi. Allt sé þó mögulegt í náttúrunni. Haraldur bendir á að heimsfaraldrar geisi venjulega þrisvar á öld og ómögulegt sé að segja hvenær næsti faraldur verði. Nú sé í fyrsta sinn hægt að sjá slíkan faraldur fyrir og grípa til aðgerða. Hann segir að um leið og í ljós komi að fuglaflensa smitist á milli manna verði gripið til aðgerða. Komið verði upp sérstöku vöktunarkerfi hér á landi og allir sem séu með inflúensueinkenni verði greindir. Aðspurður um hvaða einkenni sé að ræða segir Haraldur að það séu hin hefðbundnu inflúensueinkenni: skyndileg veikindi, vöðvaverkir, hár hiti, hálssærindi og höfuðverkur, en allir sem hafi fengið inflúensu þekki þau. Hún sé öðruvísi en venjulegar kvefpestir og annað þvíumlíkt því hún komi eins og högg. Það sé því tiltölulega auðvelt að greina hana. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, telur hverfandi líkur á að fuglaflensa berist hingað til lands með farfuglum. Hann segir að berist fregnir af því að flensan sé farin að smitast manna á milli, verði viðbragðsáætlun strax sett í gang. Karlmaður í Víetnam dó í gær úr fuglaflensu og hafa nú 54 látist vegna hennar í Asíu. Haraldur Briem sóttvarnalæknir var gestur Íslands í bítið í morgun. Hann var meðal annars spurður að því hverjar líkurnar væru á því að flensan bærist hingað til lands. Haraldur sagði að það væri ekki vitað. Menn hefðu hins vegar áhyggjur af því að í Suðaustur-Asíu væri fuglaflensan viðvarandi. Á Vesturlöndum hefðu menn náð tökum á henni og drepið sýkta fugla en í Suðaustur-Asíu hefði veikin gengið árum saman, í raun síðan 1997 þegar fuglaflensan var í Hong Kong. Jarle Reiersen, dýralæknir alifuglasjúkdóma, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að farfuglar gætu borið fuglaflensu hingað til lands og minnti á að hún hefði fundist í urtönd í Mývatnssveit árið 1980. Fuglaflensa gæti leynst í fugli hér á landi án þess að menn vissu. Haraldur hefur ekki mikla trú á að fuglaflensa smitist í menn með farfuglum. Hann segir hana líklegri til að koma með fólki þegar og ef veikin fari að berast milli manna. Þannig muni hún berast um heiminn. Líkurnar á því að fólk hér á landi smitist af fuglum séu hverfandi litlar. Það séu allt öðruvísi aðstæður í fjölmennum ríkjum eins og í Suðaustur-Asíu þar sem návist við dýr sé mun meiri en hér á landi. Allt sé þó mögulegt í náttúrunni. Haraldur bendir á að heimsfaraldrar geisi venjulega þrisvar á öld og ómögulegt sé að segja hvenær næsti faraldur verði. Nú sé í fyrsta sinn hægt að sjá slíkan faraldur fyrir og grípa til aðgerða. Hann segir að um leið og í ljós komi að fuglaflensa smitist á milli manna verði gripið til aðgerða. Komið verði upp sérstöku vöktunarkerfi hér á landi og allir sem séu með inflúensueinkenni verði greindir. Aðspurður um hvaða einkenni sé að ræða segir Haraldur að það séu hin hefðbundnu inflúensueinkenni: skyndileg veikindi, vöðvaverkir, hár hiti, hálssærindi og höfuðverkur, en allir sem hafi fengið inflúensu þekki þau. Hún sé öðruvísi en venjulegar kvefpestir og annað þvíumlíkt því hún komi eins og högg. Það sé því tiltölulega auðvelt að greina hana.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira