Innlent

Innanlandsflug liggur enn niðri

Allt innanlandsflug liggur enn niðri og verður ekkert flogið fyrr en í fyrsta lagi eftir klukkan fimm en þá verður athugað með skilyrði á nýjan leik. Millilandaflug er aftur á móti komið í fullan gang á nýjan leik eftir miklar tafir vegna vonskuveðurs í morgun. Allar vélar sem áttu að fara í morgun eru nú farnar. Hins vegar verður einhver seinkum á nokkrum flugvélum nú síðdegis vegna ástandsins fram eftir degi. Vindinn hefur nú lægt og er hann kominn undir tuttugu og fimm metra á sekúndu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×