Innlent

Ávísað öðrum ólöglegum lyfjum

Sjúklingum sem tóku gigtarlyfið Vioxx áður en það var tekið af markaði hér á landi síðastliðið haust var áfram ávísað Cox-lyfjum sem alþjóðlegar lyfjastofnanir hafa einnig varað við. Inga J. Arnardóttir, deildarstjóri lyfjadeildar Tryggingastofnunar, segir að notkun sambærilegra lyfja hafi aukist sem nemi allri notkun Vioxx fyrst eftir að það var tekið af markaði. Niðurgreiðslur Tryggingastofnunar hafi því í raun færst frá Vioxx yfir á önnur Cox-lyf en ekki annars konar gigtarlyf. Hún segir að eitthvað hafi þó dregið úr notkun þessara lyfja undanfarið. Þá hafa slík lyf hækkað um nálægt fjörutíu prósentum í verði fyrsta mánuðinn eftir að Vioxx var bannað. Hún segir erfitt að segja til um hjá hverjum ábyrgðin liggi vegna þessa en þó hljóti böndin að beinast að þeim læknum sem vísa á lyfin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×